Ísland í dag.

L Í F I Ð
Færslan er ekki kostuð.

Eins og hefur eflaust ekki farið framhjá ykkur þá var ég í Ísland í dag um daginn. Það var alveg ótrúlega skemmtilegt og ég get ekki líst því hvað það er magnað að geta haft áhrif á svona marga í einu.

Það er líka magnað hvað lífið getur komið manni á óvart, ég átti voðalega erfiðan dag og var að reyna mitt allra besta að láta það ekki eyðileggja kvöldið mitt líka. Þá uppúr þurru hringir síminn minn og ég svara eiginlega aldrei númerum sem ég þekki ekki. Það veldur mér bara alltof miklum kvíða og ég vil frekar fá tölvupóst en í þetta skiptið svaraði ég. Var það ekki bara hún Vala Matt sem hringir og býður mér að vera í Ísland í dag, ég sagði auðvitað já og kvöldið varð nú strax betra.

Við byrjuðum á að taka upp í Reykjavík Makeup School sem var mjög þæginlegt því það er eflaust einn af mínum uppáhalds stöðum í heiminum. Þar tókum við upp viðtalið sjálft og ég farðaði Brimrúnu vinkonu fyrir myndbandið.

Svo fórum við í Háskólann sem var mjög fyndið þar sem ég hef aldrei komið á Háskólatorg .. En kennó er í Stakkahlíðinni en ég bara gekk um allt með höfuðið hátt á Háskólatorgi.

Svo tókum við líka upp í World Class Breiðholti - Já það var erfitt.
Þetta var á háanna tíma og alveg troðin ræktin. Þar gekk ég um með myndatöku mann sem var með risa stóra myndavél, en ég reyndi að láta eins og það væri ekkert eðlilegra en það og hljóp eins og ég ætti lífið að leysa sem ég ætlaði klárlega ekki að gera. Svo hugsaði ég ,, vá ég er að gera þetta viðtal um virðingu og sjálfsást og ég vill ekki hlaupa í sjónvarpinu ef einhver dæmir mig? Hættu þessu rugli Fanney Dóra þú elskar að hlaupa ‘‘

Svo horfði ég á viðtalið með mömmu og Jakobi og vá hvað það kom á óvart!
Var svo viss um að ég yrði kjánaleg og kæmi efninu ekki nógu vel frá mér. Oft er erfitt að koma hlutum frá sér sem manni þykir svona vænt um.

Mig langar svo ótrúlega mikið að allar stelpur og allir strákar átti sig á því hvað þau eru mögnuð og fari í sjálfsvinnuna sem ég er búin að fara í. Mig langar bara að hrista fólk sem sér ekki hversu magnað það er og ég vona að mér hafi tekist það að hrista einhverja með þessu viðtali.

http://www.visir.is/k/bd79451b-ecb4-4edc-8884-c1cf48ff40a6-1537558284515
Hérna er linkur fyrir ykkur ef þið eruð ekki búin að sjá viðtalið!

Mundu bara að þú sem ert að lesa þetta
Það er engin eins og þú
Það mun aldrei neinn verða eins og þú
Þú ert einstök/einstakur
Aldrei gleyma því.

Fanney VeigarsdóttirComment