Lash Sensational Boosting Serum

S N Y R T I V Ö R U R
Færslan er unnin í samstarfi við Maybelline.

IMG_1974.jpg

Loksins er komið á markaðinn augnhára serum sem kostar ekki alltof mikið!
Ég fékk þetta serum frá Maybelline og vissi strax að mig langaði að fjalla um það. Ég hef aldrei prófað neitt svona serum áður fyrir augnhárin en hef verið að spá í þessu lengi en alltaf fundist það of dýrt.

Mig langaði að segja ykkur frá seruminu þegar ég byrjaði og svo líka eftir 4 vikur þegar ég væri búin að nota kúrinn í smá tíma. Þá geti þið alveg séð myndirnar fyrir og svo sýni ég ykkur myndirnar eftir til að þið getið séð á svörtu og hvítu hvort það sé munur eða ekki.

IMG_1980.jpg
IMG_1981.jpg

Hérna eru fyrstu myndirnar áður en ég byrjaði að nota serumið, býðum spennt eftir 4 vikur að sjá hvernig serumið virkar!

Væru þið kannski spennt fyrir gjafaleik til að geta prófað það með mér?