Fyllt paprika!

L Í F I Ð
Færslan er ekki kostuð.

Þar sem að Tómas gaf mér þessa geggjuðu myndavél þá varð ég bara að prófa að taka matarmynd! Það heppnaðist nú líka svo vel að mig langaði að deila þessari uppskrift með ykkur sem ég var að prófa í fyrsta sinn!

IMG_1964.jpg

Innihald
Paprika
Hakk
Blómkál
Hrisgrjón
Rautt Karrý
Pipar
Salt
Chili krydd
Grænmetisteningur
Rifinn ostur

Aðferð
1. Skerð toppinn ofan af paprikunum, setur þær inn í ofn í 15 mínútur á 180 gráðum. Þegar þær eru búnar taka þær út og hella öllum vökva úr þeim.
2. Steikir á meðan hakkið á pönnu, skerð blómkálið mjög smátt og bætir því við.
3. Leyfir hrísgrjónunum að sjóða og setur þau svo út í blönduna.
4. Kryddar hakkið vel og leyfir því aðeins að malla með blómkálinu og hrísgrjónunum útí.
5. Setur hakkið varlega ofan í paprikuna og ostinn yfir
6. Bakar paprikuna á 180 gráðum þangað til að osturinn er bráðinn.
7. Skellið svo í salat og maturinn er tilbúinn!

Ég fékk uppskriftina hjá þjálfurunum mínum í Fitnestic en breytti henni aðeins eftir mínu skapi!

Endilega sendið mér myndir ef þið prófið!

IMG_1952.jpg