Bombshell by Hildur!

L Í F I Ð
Færslan er ekki kostuð en myndatakan var gerð í samstarfi með Bombshell by Hildur.

Þetta var það skemmtilegasta og skrítnasta sem ég hef gert! Hún Hildur hafði samband við mig fyrir sumarið og hafði hún fylgst með mér og fannst ég tilvalin í myndatöku! Var ekki alveg viss með þetta og var hrædd um að þetta yrði alls ekki það sem ég vildi.

Svo var þetta svo gaman, ekkert kjánalegt og með því skemmtilegra sem ég hef gert! Hún Hildur er ótrúlega fær og bara fyrir utan það þá lét hún mér líða svo vel og þetta gaf mér svo mikinn kraft. Jafnvel þótt að ég sé mjög ánægð með mig þá gaf þetta mér svo mikið, horfi allt öðruvísi á líkamann minn og það sem hann hefur gefið mér.

Langaði að deila nokkrum myndum sem að komu úr tökunni en ég var mjög ánægð með þær allar!

Til að sjá myndirnar allar ýtið þá hægra megin á myndina þá koma fleiri.

Þetta er svo skemmtilegt!
Að eiga þessar myndir og geta séð hversu ánægð ég var þarna og hamingjusöm með líkamann minn. Ég var svo stolt af mér að fara svona langt út fyrir þægindarammann minn og lifði það af! Mig langaði svo mikið að gera þetta svo að allir gætu séð að það skiptir engu hvernig þú lítur út þú getur samt verið fáránlega flott í svona myndatöku!

Ég fór að gráta eftir myndatökuna bara af gleði og var bara svo hissa að þetta væri í alvörunni ég á myndunum. Mig langaði að hvetja ykkur allar sem eruð efins með líkamann ykkar að fara í svona myndatöku hjá Hildi, hún er snillingur í að láta manni líða vel og svo fékk ég að velja mér undirföt hjá misty.is sem kom sér mjög vel! En þið getið líka farið með tökuna í allt aðra átt ef þið viljið það!

https://www.bombshellbyhildur.com herna getiði séð fleiri myndir eftir Hildi!
Takk æðislega fyrir mig Hildur, ég er svo ánægð með tökuna og allt saman. Lít á líkamann minn á allt annan hátt eftir þessa lífsreynslu!

Fanney Veigarsdóttir1 Comment