Instant Anti Age Eraser

S N Y R T I V Ö R U R
Færslan er unnin í samstarfi með Maybelline. 

Instant anti age eraser hyljarinn er búinn að vera minn uppáhalds í svolítinn tíma núna, algjör hversdags hyljari þegar ég vil ekki hafa þekjuna mikla. 

Hyljarann nota ég þegar ég vill vera lítið máluð eða vill bara aðeins setja yfir baugana eða litamismun. 
Litirnar sem ég flakka á milli Eru neutralizer, light og nude. 

Ps. Ég var extra slæm í húðinni þegar ég tók þessar myndir og fannst erfitt að pósta þeim en ég ákvað að gera það og þær eru ekkert snertar eða breyttar nema bakgrunnurinn blörraður. 

38844804_415990112140973_2118308257280819200_n.jpg
38781036_1571778892928604_4941320377528745984_n.jpg
 

Hér er ekkert á húðinni nema rakakrem og mjög augljóslega þreytt augu og aum húð eftir verslunarmannahelgina. Hyljarinn er með svamp efst á og snúningshjóli undir sem er geðveikt því þá nýtirðu alla vöruna. En algjört lykilatriði er að vera ekki að leyfa öðrum að nota hyljarann þinn útaf hann snertir húðina beint. Eða sleppa því að nota hann beint á opna bólu eða sár. 

38810438_294881954400917_5030347052345720832_n.jpg
38760912_306337653268465_8595082556980854784_n.jpg
 

Hálft andlitið með hyljaranum sem er líkastur minni húð undir augu á rauð svæði, kringum nef og munn. 
Blanda út með höndunum eða bursta. 

 

 

 

 

 

 

Set svo aðeins ljósari hyljara undir augun til að birta aðeins undir og jafnvel alveg í innri krók. 

38862564_1166550230170038_3381645833400221696_n.jpg

Fyrri myndin er ekkert á húðinni nema rakakrem og svo er vinstri hliðin með hyljara á og engu öðru! 
Messi hyljari er svo mikil snilld, goji berin í honum eru einhvað annað! Hann lyftir öllu upp og gefur frísklegt yfirbragð.

Er búin að klára nokkra og er ekkert á leið að stoppa! 

Hver er þinn uppáhalds Maybelline hyljari?