Gestaherbergi - Fyrir & Eftir

L Í F I Р
Færslan er unnin í samstarfi með Slippfélaginu. 

Ég fékk þá snilldar hugmynd að breyta gestaherberginu hjá mér og mála það en vissi ekkert hvernig lit ég vildi eða hvað ég vildi. 
En vissi þá að liturinn sem mig langaði í yrði að vera fjölbreyttur, gæti verið fyrir nokkur mismunandi herbergi. 

Mig langaði í hlýjan grábrúnan lit og ég fann hann klárlega! 

 
38765837_268062044010898_7248340435414810624_n.jpg
 
 
38840329_1894396857529902_2760784898896691200_n.jpg
 

Breytingin er gríðarleg! 
Það tók mig góðar tvær vikur að horfa á litaprufurnar á veggnum því ég var svo hrædd við að velja vitlaust. Ég get svo sannarlega sagt það ég gæti varla verið ánægðari! 

 
38765865_316104772463501_4219029125995692032_n.jpg
 
 
38781054_2203134273340963_9012080910274658304_n.jpg
 

Þetta eru þeir þrír litir sem ég laðaðist mest af og held að Quick fix hefði orðið fyrir valinu ef þetta hefði átt að vera svefnherbergi áfram. Það eru spennandi plön fyrir þetta herbergi á næsta ári og þá kom Lifun svo fullkomlega inn í rýmið! Spennt að sýna ykkur þær breytingar. 

Hvaða litur er þitt uppáhald?