Maybelline Super Stay

S N Y R T I V Ö R U R
Færslan er unnin í samstarfi með Maybelline. 

Ég var svo spent að prófa þennan farða, þar sem báðir Fit Me hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér og var spennt að bæta í safnið! 
Var alls ekki svikinn! 

Það sjokkið þegar ég kom heim eftir 3 tíma í grenjandi rigningu og farðinn var fullkominn ennþá! 
Sýndi frá því á Insta Story því ég var bara í svo miklu sjokki, hélt að allt makeupið væri farið í ruglið en nei! 

 
36582837_10204679565705923_2545584226795782144_n.jpg
 

Farðinn á að endast í 24 tíma, staðhæfing sem ég mun ekki koma til með að prófa þar sem mér finnst það engin nauðsyn en 12+ tíma entist hann fáránlega vel! 
Með fulla þekju og semi mattur, hann er alls ekki dewy en það er alltílagi mín vegna, nota bara frekar ljómakrem undir og ljómapúður. 

 
36591846_10204679565825926_5676351081882320896_n.jpg
 

Ég nota Sand þegar ég er með brúnku og nude beige þegar það er ekkert á húðinni! 

En ef þú ert með mjög þurra húð en langar samt að prófa notaðu þá mjög góðan grunn, gott rakakrem og primer. 
En ef þú ert með olíumikla húð þá muntu eflaust dýrka þennan farða! 

Húðin mín er frekar venjuleg, getur verið þurr en verður olíu mikil með deginum. En ég bara bæði grunna húðina vel og set svo púður yfir T svæðið. 

Þetta er allaveganna nýji farðinn í töskunni hjá mér sem verður vel nýttur í sumar!