Brá Verslun

T Í S K A
Vörurnar voru fengnar í gjöf. 

Hún Bára Atla bauð mér að koma í búðina til sín og skoða flíkurnar sem hún er með en allt í búðinni hennar er handsaumað af henni eða öðrum! 

Það voru svo margar flottar flíkur og mig langaði að sýna ykkur nokkrar af þeim sem ég valdi mér. 

 
18A0B5A8-4FAF-4D65-9725-D62FAB4A1B2B.JPG
 

Samfella
Fyrsta sinn sem ég finn samfellu sem passar mér og er ekki of stór eða of lítil! Samfellur eru oft mjög pirrandi í sniðinu og eru svo stuttar eða ekki með smellu en þessi er bara fullkomin! Með smellu og fallegri blúndu í hálsmálið! Hún heldur líka svo ótrúlega fallega við líkamann! 

Mesh Kjóll
Hann er svo fáránlega klæðilegur með blúndu í hálsmálinu og á höndunum. Hann legst svo fallega að líkamanum og hægt að vera í svo mörgu undir! Sé þennan kjól sem algjört go to. 

 
A5445B29-C5BD-44F0-8079-E1A684FEBCF3.JPG
 

Blóma Kimano
Nógu sumarlegur fyrir mig, svartur með bláum blómum .. Það er alveg nógu sumarlegt fyrir mig! Með kögri á endanum og nær mér niðurfyrir hné. 

Hálsmen & Eyrnalokkar
Mar hönnun og ég elska að safna hamsa höndum og þessi var alltof falleg  til að sleppa henni! 
 

 
IMG_7062_Facetune_26-07-2018-18-57-44.JPG
 

Kápa
Þessi mauve bleiki litur heillaði mig strax, kápan er það over sized að það er hægt að vera í þykkri peysu undir og það síð að það er hægt að vera bara í hælum og gera hana ótrúlega fína! 

Leggings
Svo valdi ég mér mjög fallegar leggings sem fást í Brá en þær eru saumaðar af Bryn-Design. 

Mér þykir ótrúlega vænt um þetta samstarf þar sem það er alltaf gaman að vinna með flottum konum sem eru að gera svona hluti og eru að gera föt sem passa á alla! 

Brá Verslun er á laugavegi 35 og ég mæli innilega með að þið kíkið á hana Báru!