Daith Gat

L Í F I Р
Færslan er ekki kostuð. 

Núna eru komnir tveir mánuðir síðan ég fékk mér svokallað Daith gat sem er í eyranu og er sagt koma í veg fyrir mígrenisköst hjá sumum. Núna í haust og vetur hefur mígrenið mitt verið að versna og var farin að að fá mis stór köst á hverjum degi. Þá varð ég að fara að breyta einhverju eða finna einhverja leið til að losna við þetta eða minnka þetta, fór til læknis og fæ ekkert út úr því. 

Búin að taka lífstílinn minn mikið í gegn og það virtist ekki skipta neinu máli, athugaði hvort ég þyrfti gleraugu sem ég þurfti ekki, rannsakaði aðeins þetta daith gat og ákvað svo bara að skella mér í það! 

Mjög misjafnt hvað fólk var að segja eða hvernig þetta var að virka en þarna var ég bara kominn á þann punkt að ég var til í að prófa allt. Fékk mér hægra meginn þar sem sjóntruflanirnar og hausverkurinn var mest vinstra meginn. 

Viti menn, gatið virkaði!
Fékk ekki lengur þessa svakalegu hausverki en stöðugar sjóntruflanir héldu áfram, með þeim fylgdi mikil ógleði og þrýstingur. Svo er bara ótrúlega óþæginlegt að upplifa það að sjá ekki og mega ekki keyra eða gera neitt. 
 

Screen Shot 2018-08-09 at 22.25.08.png

Þetta er gat eins og ég er með en það lang versta við það er að það er frekar vont að hafa heyrnatól sem eru inní eyrað, en ég lifi með því.

Þá bauð hún Ingibjörg mér að koma í nudd til sín og fyrsti tíminn var vondur og fékk mikinn hausverk. Svo liðu tímarnir og ég hætti að fá sjóntruflanir, vöðvabólgan var orðin svo mikil að það var að hafa áhrif á hausin á mér. 

Þessvegna finnst mér mjög mikilvægt að minna alla á að það er ekki eitt sem virkar fyrir alla, en ef þetta er orðið svona slæmt eins og hjá mér að reyna allskonar mismunandi ráð sama hvað fólk segi að virkar og virkar ekki. 

Ég hef núna verið án mígrenis og sjóntruflana í mánuð og þvílikur munur! 
Það var farið að valda mér svo miklum kvíða að þurfa stanslaust að spá í því hvenær þetta gæti gerst og það er svo mikill léttir að þurfa ekki að spá í þessu stanslaust! 

Ég ætla klárlega að halda áfram í nuddi og ég mæli svo fáránlega mikið með henni Ingibjörgu hef aldrei fýlað mig í nuddi fyrr en ég byrjaði hjá henni! Munurinn á mér er bara ótrúlegur. 

Til að hafa samband við hana þá er hún með facebook síðu undir
Heilsunudd hjá Ingibjörgu // ingibjorg12@gmail.com

Hvaða ráð hafa hjálpað þér að losna við mígreni?