Neglur með ekkert vesen!

S N Y R T I V Ö R U R
Varan var fengin að gjöf. 

Það er mjög erfitt fyrir mig að vera með neglur og já ástæðan er skrítin ég fæ bara svo mikla innilokunarkennd... 

En stundum langar mig vera skvísa með neglur og nota fallegu naglalökkin sem eg á!  Þá finnst mér þessar neglur vera algjör snilld! Það er ekkert mál að setja þær á og þær haldast svo vel á! 

 
37081878_10204710653603101_7472685294752366592_n.png
 

Neglurnar koma í nokkrum litum, stærðum og gerðum! 
Ég valdi mér þessar og þær komu svo vel út! 
 

 
37025628_10204710653523099_2698465752360419328_n.jpg
 

Eitt sem ég myndi gera til að láta þær líta enn raunverulegri út er að setja glært yfirlakk og þá gætu þetta bara verið þínar neglur! 
Mjög þæginlegt fyrir skemmtileg tækifæri og ef maður nær ekki að fara í neglur fyrir viðburð! 

Ég fæ alltaf svo mikla innilokunarkennd að ég næ bara að láta þær duga í nokkra daga .. En ef þú ferð vel með þær þá ættu þær að endast í nokkra daga! 

Neglurnar fást í Lyfju og Hagkaup til dæmis!