Stay In Date

L Í F I Р
Færslan er ekki kostuð. 

Þar sem ég er ekki sterkust í eldhúsinu en hef samt gaman af því að bjóða fólki í mat þá reyni ég alltaf að auðvelda mér hlutina og búa til einfalda en góða rétti. 

Mér finnst gaman að bjóða Tómasi í stay in date þar sem það þarf ekki alltaf að fara einhvað, heldur bara elda einhvað gott og hafa kósý saman! 

Þá eldaði ég þennan ótrúlega einfalda en sjúklega góða kjúklingarétt! 

 
37219213_10204710613202091_2368597021188685824_n.jpg

Innihald
Einn pakki kjúklingalundir
Einn pakki rjómaostur
Einn krukka af salsa sósu
Rifinn Ostur
Doritos

Aðferð 
Steiki kjúklinginn á pönnu. 
Hræri saman rjómaostinn og salsa sósuna. 
Set kjúklinginn ofan í blönduna, í eldfast form, ost og Doritos yfir! 
Í ofninn 180 gráður þangað til osturinn er búinn. 

Þetta er grín auðvelt! 

Þar sem allir eru ótrúlega uppteknir þá er gott að taka smá tíma og gera einhvað saman, þarf ekki alltaf að taka mikinn tíma eða vera mjög dýrt! 

Hver er þinn uppáhalds Stay In matur ?