Festival Week

F A R Ð A N I R
Færslan er ekki kostuð. 

Já, ég ákvað aftur að gera festival week farðanir! 
Það kom svo skemmtilega á óvart hvað það voru margir sem báðu aftur um það og ég fór bara alla leið! Ákvað að gera bara nákvæmlega það sem ég vildi en ekki endilega bara lúkk sem var auðvelt að gera. 

Fyrsti dagurinn - Love is for everyone
Var búin að vera með þetta í hausnum og ég varð að framkvæma það. 
Elska að gera linerinn inn í lúkk þannig það komi eins og neon lína! 

 
6CB46BBE-0820-4F65-9D68-2DD61A7B5EEC.jpg
 

Annar dagurinn - Bubbles are a lifestyle
Þetta lúkk var aðeins að pirra mig en myndirnar komu mjög vel út! Bleikt smokey með silfur glimmeri og liner! Prófaði að setja glimmer í hárið sem ég komst svo að það myndast betur í ljósu hári. En lúkkið var sumarlegt og skemmtilegt! 
P.s Takk Elín og Hjörny fyrir að blása á mig sápukúlum stanslaust í 10 mínutur. 

 
3E9DCF18-6533-42AF-B774-CACC616EC2BF.jpg
 

Þriðji dagurinn - ,, Mom, it's not just a phase '' 
Blátt smokey með skemmtilegu glimmer twisti! Ég blandaði saman svona 5 glimmerum úr öllum áttum og úr þessu kom þetta skemmtilega smokey. Ég er ekki mjög hrifin af því að gera bæði augun eins alltaf þessvegna setti ég glimmer stjörnur undir hitt augað! 

 
IMG_4138_Facetune_20-06-2018-18-07-47.jpg
 

Fjórði dagurinn - ,, Where the sun never sets '' 
Hálfgert sólseturs lúkk með smá blóma ívafi. Það kom mér á óvart alla þessa viku hvað rauður getur verið ótrúlega erfiður litur, oft mjög þurr og leiðinlegur! En úr því veseni kom þetta halo sem ég gæti klárlega viljað vera með oftar! Kannski mínus freknurnar .. 
En þær komu samt svo skemmtilega út og ég mæli með að gera þær ef þið eigið kannski erfitt með að gera flókin augnskuggalúkk!

 
813BC1E7-3F05-4BDD-B06A-AFAB1DC827EE.jpg
 

Fimmti dagurinn - ,, Finally festival day '' 
Hvítur glimmer liner sem kom svo skemmtilega út en myndaðist alls ekki vel!  Glimmerið sást ekkert í myndavélinni, auðvitað fannst mér það ekki nóg þannig ég bætti við nokkrum glimmer doppum! 

 
B7EBF185-8F0A-4B3E-A376-44C2D1FCF780.jpg
 

Sjötti dagurinn - ,, Baby stop you make me blush '' 
Þar sem það var grenjandi rigning seinasta daginn þá ákvað ég að fara frekar létt sem endaði á að vera uppáhalds lúkk margra! Enda mjög auðvelt að gera eftir því! Það var rautt þema og glimmer auðvitað ekki langt frá! 

 
IMG_5216_Facetune_24-06-2018-18-24-49.jpg
 

Jæja þá er það búið árið 2018, ég gerði 6/7 dögum og komst að því að sköpunargáfan mín er ekki farin þott ég sé ekki nogu dugleg að rækta hana og set alltof mikla pressu á mig. 

Hvað var uppáhalds lúkkið þitt í Festival Week?