Þú ert nóg.

L Í F I Р
Færslan er ekki kostuð. 

Mig hefur lengi langað að deila með ykkur nokkrum ráðum sem virkuðu fyrir mig til að efla sjálfstraustið. Hef alltaf verið frekar lítil í mér, fljót að rakka mig niður og var ekki mikið að hrósa sjálfri mér. Svo tók ég mig svo sannarlega í gegn og þessi nokkur ráð hafa hjálpað mér helling! 

 

1. Taka myndir, þá þegar mér fannst ég fín. Í fötum sem mér fannst koma vel út, leika mér og rétta aðeins úr bakinu og bara þykjast vera módel. 
2. Taka mig til, þegar ég var mjög andlega þung þá leit ég líka bara þannig út. Leið ílla og leit ílla út. Alltaf í kósý fötum og horfði varla í spegilinn áður en ég fór í vinnuna. Svo fór ég aðeins að breyta þessu og taka mig til og það sást bara breytingin á mér. 
3. Ræktin, fór að rækta líkamann minn. Tók klukkutíma á dag fyrir mig til að hreyfa mig og þá fann ég kvíðan og þungan leka úr líkamanum mínum. Ég varð að horfa á mig í spegli þar og lærði að elska það sem ég sá. 

253D1AEF-F484-4ACF-8518-269A94F3AC32.jpg
IMG_0595.jpg
 

4. Leit í spegil á hverjum morgni, sagði einhvað fallegt. Sama hversu ílla mér leið þá neyddi ég mig til að finna þrennt sem mér líkaði. 
5. Hætti að tala niður til mín, talaði frekar of vel um mig. Fake it til you make it sagði einhver. 
6. Fór að hugleiða, bæði um framtíðina og sá fyrir mér hvert ég vildi fara og hvernig ég vildi verða. Svo líka bara um að vera í núinu og læra að anda kvíðan út. 
7. Hætti að vera hrædd við það sem fólki fannst um mig. Keypti mér trylltan sundbol og fór í sund, spa eða á ströndina. Vá hvað það var erfitt en það var samt svo fáránlega frelsandi. 

 

8. Fann hlut sem ég var góð í og ræktaði það á fullu. 
9. Hætti að leyfa fólki að hafa of mikil áhrif á mig. 
10. Hætti að segja alltaf nei, við sjálfa mig og aðra. Skellti mér á deit sem ég hef ekki gert í 2 ár. Fór á ball berleggja sem ég hef aldrei gert. Tók myndir af mér á sundbol sem ég hefði aldrei gert. Var í uppháum gallabuxum sem mig hafði dreymt um lengi. 

IMG_8524.jpg

Þetta líta kannski út fyrir að vera ótrúlega einfaldir hlutir en fyrir manneskju sem er forrituð á annan hátt þá getur verið ótrúlega erfitt að breyta hugsunar hættinum sínum. En í tvö ár er það búið að vera sem ég er stanslaust að vinna að. Forrita hugsanirnar mínar öðruvísi. 

Hætt að segja orðin, alltaf, allir og enginn. 
Hættið að segja þessar settningar. 
- Það vill mig enginn. 
- Ég verð aldrei nógu góð.
- Það eru allir betri en ég. 

Hættiði að segja þetta. 
- Læriði að vilja ykkur sjálf, ekki treysta á það að einhver annar vilji ykkur. Veriði hamingjusöm í eigin skinni. 
- Þú verður nógu góð þú þarft bara að vinna fyrir því, oftar meira en hinir því miður. 
- Það er enginn betri en neinn annar, sama hversu mikinn pening, frægð eða frama. Við erum öll manneskjur og ekki hægt að vera betri en neinn. 

Vonandi geta þessi ráð hjálpað ykkur.