OOTD // VERO MODA

T Í S K A
Vöruna fékk ég að gjöf. 

Já, ég varð að drífa mig að deila þessum samfesting með ykkur. Ég fór í dag og valdi mér nokkrar flíkur úr Carmakoma línunni í Vero Moda. 

Carmakoma línan er í fyrir stelpur í stærri stærðum og það sem er svo geðveikt er t.d er þessi samfestingur í stærð Small sem þýðir að ef einhver er stærri eða öðruvísi vaxin en ég þá er til stærri stærðir! 

 
5B458C40-520C-45DC-90C7-EB6D0D7ABA92.jpg
 

Það kom mjög skemmtilega á óvart að þessi samfestingur færi mér vel þar sem ég hélt að svona víðar skálmar færu mér ílla. En þessar rendur og sídd lengdi mig bara! 

 
BB49AA82-307D-44D5-A1D8-7CDC09D58B2A.jpg
 

Ég dýrka þessa línu og grínlaust bruna alltaf í búðina þegar það kemur ný sending! Það er svo gaman að geta verslað sér föt og mögulega þurfa að ná í minni stærðir eða þurfa ekki að líða ílla í fötunum! Mér finnst þetta frábært framtak hjá Vero Moda að koma með þessa línu og ég vona innilega að fleiri búðir taki sér þetta til fyrirmyndar!