Breyttist allt þegar ég varð ég sjálf.

L Í F I Р

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgist með mér að ég var á forsíðu Vikunnar. Mjög stór draumur sem varð að veruleika þegar Hún Margrét Björk fékk mig viðtal. En þá hafði ég enga hugmynd um það að ég yrði á forsíðunni en fannst viðtalið orðið aðeins of langt fyrir smá grein. 

Svo þegar við kláruðum og tveir tímar liðnir sagði Margrét mér að henni langaði að gera þetta að forsíðu. Að fólk myndi fá að lesa söguna mína, hluti af mér trúði henni ekki og ákvað að halda þessu að mestu fyrir mig. 

Aður en ég vissi af var ég að fá föt hjá Vero Moda og Vila fyrir risa myndatöku! 

FullSizeRender.jpg

Þremur vikum seinna var hún komin! Ég fór í myndatöku sem var svo skemmtileg en hann Hallur sem tók myndirnar er algjör snillingur og ótrúlega þæginlegt að vinna með honum!  

Svo langaði mig smá að fara alla leið með dívuna og prófa að fara í förðun sem hun Perla Kristín gerði! Hefði ekki getað verið ánægðari og það gerði daginn extra sérstakan! 

 Þótt að ég hafi alltaf haft óbilandi trú á mér þá hefur trúin oft ekki staðið við bakið á mér. Aldrei hefði mig dottið í hug að þessi árangur væri minn, bæði andlega og líkamlega ekki síst sem áhrifavaldur. 

 Þessi myndataka verður alltaf ótrúlega sérstök og eg mun aldrei gleyma þessari lífsreynslu! 

 Óendanlega þakklát fyrir öll skilaboðin sem ég fékk frá ykkur og þið sem keyptuð blaðið! 

Framtíðin er Björt og lífið getur aðeins orðið betra! 

Fanney Veigarsdóttir