Húðhreinsun & Ávaxtasýrumeðferð

L Í F I Р
Færslan er ekki kostuð. 

Seinustu tvö ár hef ég verið mjög óánægð með húðina mína, hélt að ég gæti lagað áferðina á húðinni með húðvörum sem virkuðu kannski í smá tíma og hættu svo að virka. Áferðin á enninu var lang verst en það voru aðalega svona litlar bólur og á hökunni líka. Svo hef ég alltaf verið með nokkur milía korn á andlitinu en það eru stiflaðir fitukirtlar sem þarf að láta stinga á . 

 
28943817_10204269494574401_604941821_o.jpg
 

Hérna sjáiði fyrir og eftir mynd, á fyrir myndinni eru mikið af litlum bólum og þarna var það frekar slæmt. Þetta voru nefnilega ekki svona stakar stórar bólur þótt ég fái það alveg líka. 

Þá heyrði ég í henni Lenu og við ákváðum að prófa að fara í smá samstarf og prófa mismunandi meðferðir sem ég gæti svo sagt ykkur frá og miðlað minni reynslu til ykkar. 

Seinni myndin er eftir kreistun, húðslípun og tvær ávaxtasýrumeðferðir, áferðin er nánast engin heldur aðeins bara litamismunur á húðinni. Engar litlar bólur og búið að stinga á milía kornin. Munurinn á húðinni er gríðarlegur! 

Ég get þessvegna klárlega sagt að ég mæli mjög mikið með að kíkja í þá meðferð sem að hentar ykkur, því það sem þetta var farið að leggjast á sálina mína! Það var svo leiðinlegt að finnast ég ekki getað sýnt ykkur makeup lúkk og svona. 

Hætti klárlega að hugsa alltaf um allt svona sem trít og fór að hugsa þetta bara sem einhvað sem ég þurfti nauðsynlega að gera. 

Þessvegna langar mig að deila með ykkur afsláttarkóða sem eruð ekki með snapchat sem þið getið nytt ykkur til 15 mars. 

 
29027148_10204283491044304_4290209554567790592_o.jpg
 

Takiði skjámynd af þessari mynd og getið notað hana til að fá 15% afslátt hjá Lenu á Krisma! Ég mæli sko 100% með henni og er svo sátt eftir mína meðferð og ætla klárlega að viðhalda þessu og fara reglulega!