Gym Essentials

L Í F I Р

Hún Thorunn Ívars gerði svipaðann lista og mig langaði að gera mína útgáfu af honum þar sem ég er mikið í ræktinni og er mikið spurð útí allt tengt því! 

G Y M  E S S E N T I A L S 

Screen Shot 2018-03-19 at 20.26.24.png

1. Góðar buxur eru svo ótrúlega mikilvægar og seinustu mánuði hef ég verið að nota þessar buxur mjög mikið. Frá www.definethelinesport.com, þá sérstaklega þessar svörtu. Mér finnst svo oft með svartar buxur að mér líður eins og ég sé í leggings og þarf að hylja rassinn en það er alls ekki þannig með þessar! Hvíta bótin aftan á gerir svo ótrúlega mikið og ég vildi óska þess að þær væru til í fleiri litum! 

2. Líkamsvörur, komst að því þegar ég fór að fara í sturtu oft á dag hvað húðin þurfti miklu meira en bara venjulega sápu. Þá kynntist ég þessum vörum frá www.laugarspa.is, sérstaklega sturtuolíunni og kreminu sem ég talaði um daginn. Olíann er svo fáránlega mjúk og kremið er eins og smjör! Mæli rosalega mikið með Laugar Spa vörunum. 

3. Æfingabönd, þegar mig langar að bæta aðeins í æfinguna eða gera hana aðeins öðruvísi þá er ég bara alltaf með bandið á mér. Sný það utan um handlegginn og skelli því svo á mig, þessi bönd eru algjör snilld! Drauma böndin eru frá booty builder, en ég hef ekki séð þau hérna á landi. 

4. Derhúfa, mikilvægt. Elska að setja á mig derhúfu þegar það er löng brennsla eða ég er bara ekki að fýla mig! Mæli með að kaupa derhúfu sem er alveg úr efni og ekkert hörð því þá er hún þæginleg og auðvelt að hafa heyrnatólin yfir. 

5. Góðir skór! Brennslu skór og lyftingarskór eru endilega einn og sami skórinn. Það kom mér mjög mikið á óvart þegar ég fór að finna til í fótunum en ég var í lyftingarskóm að reyna að brenna. Þessvegna var ég að fá mér aðra brennsluskó frá Reebok.is  sem verða þá eingöngu notaðir í brennslu! 

6, Heyrnatól, þessi Beats heyrnatól keypti ég um daginn og er þvílikt ánægð með þau. Finnst þau rosalega þæginleg og þau eru líka hljóðeinangrandi. Það þarf svo lítið til að ég missi athyglina og fari að spá í því sem er að gerast í kringum mig en það gerist ekki með þessi. Er bara í eigin heimi og næ alveg að njóta mín á æfingunni. 

7. Apple Watch .. Já ég læt mig ennþá dreyma .. Ég var alltaf með Fitbit og sakna þess mjög mikið að vera með einhverskonar heilsu úr sem fylgist með árangrinum og hvetur mig áfram. Verð að fara að endurnýja og fá mér nýtt úr finnst það algjört möst. 

8. Góður brúsi, ég á ekki nema 800 brúsa minnst. Fékk þennan frá Thorunni í jólagjöf og hann er svo fallegur, minn er grár og passar mér algjörlega! 

Viljiði sjá fleiri Gym Essentials ??