Beautybox // Mars

S N Y R T I V Ö R U R
Varan er fengin að gjöf og færsla inniheldur ad linka. 

Það sem ég elska alltaf að fá þessa heimsendingu, ég veit ekkert hvað er í kassanum en ég er samt tryllingslega spennt! Það var svo sannarlega þess virði að vera spennt í þetta skiptið! 

En Beautybox er snyrtivöru/húðvöru box sem kemur á nokkra mánaða fresti og inniheldur nokkrar vörur annað hvort í litlum pakkningum eða í venjulegri stærð! Þetta er algjör snilld til að fá að prófa nokkrar vörur eða sjá og fá að prófa bestu vörurnar á markaðnum! 

DSC01598.jpg

Páskakassinn er sjúklega girnilegur! 
Fjóra full size virus, páskaegg og sjampó prufa! 

Baby foot er vara sem mig hefur langað að prófa heillengi! Ætla að taka massa dekur dag í að prófa það! 
Svo skrúbbur frá L'oreal sem er glænýr og er hægt að nota á andlit og varir! 
Ótrúlega fallegur varalitur frá Rimmel, komu mismunandi litir í kössunum sem mér finnst snilld þá eru ekki allir með eins! 
Elite duo fiber bursti sem er í venjulegri stærð og er sjúklega þæginlegur! 

Svo má auðvitað ekki gleyma egginu! 

Boxið kemur út fjórum sinnum á ári og næsta box kemur í júní og alls ekki missa af því! Þau seljast hratt upp! 

Hægt er að fylgjast með boxunum - beautybox.is

Mæli með að fylgjast með mér á snapchat og fylgist með því þegar ég prófa vörurnar! 

Fanneydorav á snapchat!