Boozt í kvöldmatinn!

 M A T U R
Færslan er ekki kostuð. 

Suma daga bara nenni ég alls ekki að elda og þar sem ég borða mat í hádeginu þá finnst mér það ekki oft nauðsynlegt en þá elska ég að fá mér boozt. Þar sem að ég fasta svo í 16 tíma eftir kvöldmatinn þá verður hann að vera ansi mikill að mínu mati þá er ég aðeins búin að vera að prófa mig áfram með booztið og þessi er í algjöru uppáhaldi! 

DSC01527.jpg

Innihald

1 laktósafrí súkkulaði hleðsla
1 1/2 msk af trölla höfrum
1/3 frosinn banani
3 frosin jarðaber
lúka frosnum bláberjum
1/2 Fulfill ( Triple Chocolate ) 
Lúka af frosnu avakadó ( eða hálft venjulegt ) 

Hræra allt saman og setja svo : 

1/2 msk Súkkulaði prótein

Þá verður booztið sjúklega mjúkt og engar loftbólur. 

Þarna er þetta mjög þykkt og sjúklega gott að setja í skál með músli yfir og kókos. En ég vildi drekka hann þannig ég bætti við smá kókos mjólk frá Lima. 

28547425_10204234717624999_614192697_o.jpg

Mæli með að fylgjast með á snapchat en þar fer alltaf mjög skemmtileg tilraunarstarfsemi fram

* Fanneydorav * 

Fanney VeigarsdóttirComment