Sundföt // Asos Curve

T Í S KA 

Þar sem að ég er frekar dugleg að fara í sund allan ársins hring þá þarf ég að vera dugleg að endurnyja sundbolina mína og er alltaf að leita af einhverjum fínum til að eiga til skiptana. 

Screen Shot 2018-02-11 at 21.16.00.png

Er ansi hrædd við að panta hvíta sundboli en þessi er samt aðeins of flottur. Elska líka hvernig hann er dreginn inn í mittinu sem ýkir enn meira fallegar línur! Fæst hér.

Screen Shot 2018-02-11 at 21.15.36.png

Svartur er klárlega klassískt val og rykkingarnar á þessum gera ótrúlega mikið fyrir hann, þessi er klárlega ofarlega á lista! Væri mjög mikið til í að eiga einn svartan og einn litaðann sundbol, fæst hér.

Screen Shot 2018-02-11 at 21.22.44.png

Þessi er líka mjög klassískur og er mjög svipaður þeim sem ég á núna! Einn af þremur sem ég er klárlega að skoða! Fæst hér

Þótt að úrvalið sé ekki mikið á þessum tíma þá er oft hægt að finna flotta gullmola, hvaða sundbolur finnst ykkur flottastur? 

Fanney VeigarsdóttirComment