Konudags morgunverður!

L Í F I Ð  
Færslan er ekki kostuð. 

Þetta er morgunmatur sem ég bíð spennt eftir að borða um helgar!

Fannst mér þessvegna tilvalið að deila honum með ykkur í tilefni af konudeginum. Fullkomið fyrir ykkur sem viljið ekki fá ykkur óhollann morgunmat en langar samt í eitthvað gott! 

DSC01395.jpg

Prótein Pönnsur
- Ég er mjög mikill sirkari, set bara það sem hentar að hverju sinni en hérna er svona sirka uppskriftin af pönnsunum! 

Uppskrift
1 1/2 dl Hafrar
1/2 Skeið af súkkulaði próteini
1 Egg
Smá kókosmjólk

Aðferð 
Setja allt hráefnið í blandara
Setja kókosolíu á pönnu og elda þær uppúr oliunni
Setja Diablo súkkulaðismjör ofan á og njóta!

Svo bara laga sér kaffi og njóta vel! Mitt uppáhald er súkkulaðismjörið frá Diablo ofan á og ferskir ávextir með! 
 

DSC01403.jpg