Afmælis fögnuður!

L Í F I Р
Það vill svo heppilega til að ég náði að klára annað ár, ég segi heppilega því ég er ansi klaufsk og maður veit aldrei hvað lífið hefur uppá að bjóða. Þar sem ég og Hjörný vinkona mín vorum líka að flytja inn saman þá ákváðum við að slá til og halda smá teiti fyrir okkar nánustu vini! 

Mig langaði líka að deila með ykkur nokkrum myndum frá kvöldinu og þakka öllum fyrir komuna! Þetta var magnað kvöld og ég fer mjög spennt inní nýtt aldursár og að sjá hvað tuttugu og þriggja ára hefur uppá að bjóða! 

Ef þið ýtið hægra megin á myndirnar þá koma fleiri! 

Takk æðislega fyrir komuna og allar gjafirnar hlakka til að eiga enn fleiri fögnuðu með ykkur á árinu!