Hollar banana möffins!

L Í F I Ð
Færslan er ekki kostuð.

Jæja, ég ákvað að gera uppskrift af bananamöffins sem ég geri reglulega á snapchat! Þið vilduð auðvitað fá uppskrift og eruð greinilega ekki jafn miklir dassarar og ég!
Fyrir mér er þetta uppskrift sem er aldrei eins en er alltaf jafn góð.

Hérna er uppskriftin sem ég gerði í dag og hún er alltaf sirka svona +- smá dass.

IMG_2121.jpg

Hráefni
Bananar
Kanill
Hafrar
Fræ // Hafrablanda
Kókos
Egg

Aðferð fyrir 6 möffins.
1. Stappa niður 2 banana og set í skál.
2. 1 egg og 1 eggja hvíta.
3. Hafrar ( t.d. trölla hafrar, hafrablanda sem er mer fræjum í líka - aukinn plús )
Setja hafra ofan í blönduna þangað til að hún er orðin smá þykk.
4. Slatti af kókos eftir smekk.
5. Kanill eftir smekk.
6. Allt blandað saman og sett í möffins form og í ofn 180 gráður þangað til þær verða brúnar að utan.

Það sem ég elska að gera er að setja þrjár og þrjár saman og beint í frysti með þær! Svo þegar ég er alveg að deyja úr sykurþörf þá tek ég einn poka úr frystinum og skelli í örbylgjuofninn og set heilsusúkkulaði frá Diablo yfir!

Þetta er algjör snilld og svo auðvelt að gera, þessvegna hef ég ekki skrifað upp uppskrift því þetta er mjög mikið eftir smekk.

Endilega prófið þessa uppskrift og lagið svo eftir ykkur!

Hvað langar ykkur að sjá næst?