LPG

L Í F I Ð
Færslan er unnin í samstarfi með Laugar Spa.

Mér var boðið að prófa LPG hjá Laugar Spa en helsta ástæða þess er að ég hef flakkað mikið í þyngd og húðin ekki oft fylgt með. Það var farið að mikil áhrif á mig hvað maginn var orðinn linur og ég lifi eftir því mottói að ef einhvað truflar mig þá breyti ég því eða hætti að spá í því. Mig grunaði að þetta væri ekki að fara að hætta að trufla mig og þar sem ég æfi mikið vildi ég passa uppá að húðin myndi halda stinnleika sínum.

En hvað er LPG? ( Tekið af https://www.worldclass.is/vefverslun/nudd-og-likamsmedferdir/lpg-medferdir/ )

,,Sogæðanudd, Endermologie-aðferð með tæki sem heitir LPG Cellu M6. Meðferðin felst í því að auka súrefnisflæði í húðinni og koma blóðflæðinu af stað sem hjálpar til við að losa um hnúta og stíflur sem orsakast meðal annars af slæmu mataræði, lítilli hreyfingu og hormónabreytingum. Tækið vinnur vel á appelsínuhúð og húðin verður stinn og heilbrigð.

Meðferðin líkist helst djúpu nuddi.
Endermologie-meðferðin hefur hlotið náð hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu (F.D.A) sem áhrifaríkasta meðferðin við appelsínuhúð, hrukkum og misfellum í húð.

Endermologie-tæknin hefur verið notuð í yfir 20 ár og yfir 95.000 meðferðir eru gerðar daglega um allan heim. ‘‘

 
44758718_181058122774961_4277447720672690176_n.jpg
 

Mín reynsla af LPG
Ég prófaði tíu tíma af LPG, þetta er ekki vont en ég segi samt ekki þæginlegt en fer svo mikið eftir dags forminu samt! Var klárlega mis vont eftir því hvernig ég var stemmd en aldrei vont meira svona skrítin tilfinning. Tilfinningin eftir tímann er eins og það sé blóð að streyma mjög hratt um allan líkamann.. Já ég veit mjög skrítið, en það er svo erfitt að lýsa þessari tilfinningu!
Auðvitað þarf að æfa með og hugsa um sig en þetta er klárlega engin skyndilausn! Ég sá þá samt klárlega mun á lærum, rass og höndum! Svo var eins og húðin væri orðin aðeins þykkri en hún var .. Já ég veit þetta eru mjög skrítnar lýsingar hjá mér en þetta er líka mjög skrítin tilfinning!

Eftir tíu tímana þá er mælt með að maður fari einu sinni á tveggja vikna fresti eða mánaðarfresti til að viðhalda árangrinum.

Ég mæli klárlega með að gefa LPG tækinum tækifæri ef þið eruð óöruggar yfir einhverju sem LPG gæti hjálpað. Finnst samt mikilvægt að taka það fram að auðvitað þarf ekki að breyta neinu við sig heldur er þetta einhvað sem mig langaði að gera og ég ákvað að gera það! Afþví ég elska mig ekki afþví ég hata mig.

Endilega látið mig vita ef þið prófið LPG og segjið mér hvað ykkur fannst!