Úr dökku í ljóst!

L Í F I Ð
Færslan er unnin í samstarfi með Olaplex á Íslandi!

 
44146365_172379200361243_3881988641253228544_n.jpg
 


Þau hjá Olaplex á Íslandi buðu mér að koma í smá breytingu! Mig hafði lengi langað að prófa að fara í alveg ljóst en er búin að vera dökkhærð síðan ég var fjórtán ára! Ég hafði tvisvar reynt að fara í alveg ljóst en hárið var orðið svo skemmt að það gekk ekki neitt! Endaði í þau skipti að klippa það stutt því það var orðið svo skemmt.

Ég hafði einhvað heyrt af Olaplex en klárlega ekki rétta hluti, ég hélt að það væri aflitunar efnið sjálft sem það er ekki! Olaplex lætur hárið ekki verða ljóst fyrr heldur er það uppbyggingarefni. Því er bætt út í litinn til að viðhalda styrk hársins - þessu finn ég mjög mikið fyrir því hárið mitt er alls ekki ónýtt og það er mjög heilbrigt miðað við þrjár aflitanir!

Hárið mitt tók mjög vel í litunina en það er mjög mikilvægt að segja hárgreiðslu fólkinu hvernig lita sagann ykkar hefur verið. Við tókum 3x aflitun og það er hægt að nota Olaplex í alla liti ekki bara ljósann og ég mæli klárlega með því að þið biðjið um það þegar þið farið í litun!

Ég tók svo með mér Olaplex 3 sem ég nota einu sinni í viku og þá helst hárið áfram að styrkjast! En það nota ég bara í handklæða þurrt hár og set vel af því í hárið, bíð í 10 mínútur og nota svo Olaplex sjampó og næringu. Leyfi hárinu svo að þorna helst sjálft og það er svo fáránlega mjúkt!
Í lituninni er notað Olaplex nr 1 og 2 og sú meðferð er gerð á hárgreiðslustofunni!

 
44141317_1069635356527799_3419485916912156672_n.jpg
 

Ég var ansi stress að fara svona snöggt ljóst afþví að í fyrri reynslu þá þurfti ég að klippa svo mikið af og ég var ekki tilbúin að klippa mikið meira af! En ég get svo sannarlega mælt með Olaplex og það kemur fólki alltaf svo mikið á óvart að við höfum gert þetta á tveimur dögum.

Það er búið að biðja mig mikið um að deila hvaða stofu ég fór á en þar sem við gerðum þetta hjá Íson þá fór ég ekki á stofu, en ég mæli bara með því að fara á stofu sem notar Olaplex og þá eru þið að fá sömu meðferð og ég!
Alls ekki hika við að biðja um eða spyrja um Olaplex!
En þær stofur sem eru með Olaplex eru
Hárbeitt, Kompaníið, Eplið, Topphár, Hár og Dekur, Sprey, Gott útlit, Sjoppan, Hárhönnun 101, Rauðhetta, HGS. Hrafnhildar.

Eg er mjög spennt að sjá hvort að ljóshærðar stelpur skemmti sér betur og rokka þetta hár!