Uppáhalds Random Öpp!

L Í F I Р
Færslan er ekki kostuð. 

Mig langaði að segja ykkur frá nokkrum öppum sem ég er búin að nota mikið núna seinustu mánuði þá fyrir utan þessi klassísku facebook, instagram, snapchat ofl. 

 
unnamed.png
 

Habit Bull 

Þetta app er snilld fyrir fólk sem elskar lista eins og ég! Þetta er mjög auðvelt app í notkun, það er hægt að gera endalaus markmið eða hluti sem mig langar að gera og Habit Bull setur upp dagatal sem þú merkir við. Þannig eftir 66 daga verður þetta orðinn vani, oft langar mig ekki neitt að gera það sem er á listanum en ég geri það samt til að merkja við!

Mjög skemmtileg leið til að fylgjast með markmiðunum sínum.  

images.jpg

Swift Key

Það fór alveg gríðarlega í taugarnar á mér hvað auto correct var alltaf að rugla í ÖLLU sem ég sagði! Þurfti endalaust að vera að stroka út eða afsaka orðaruglinginn. Svo sá ég þetta app og er sjúklega sátt með það, leiðréttir það sem maður segir en breytir orðunum samt ekki í einhvað rugl. Ég eyddi út hinum lyklaborðunum og er bara að nota Swift Key núna.

365-logo-2x.png

365 

Ég hef ekki verið með stöð tvö eða sjónvarp bara heillengi, þegar ég byrjaði aftur með 365 áskrift þá áttaði ég mig á því hvað ég saknaði þess mikið! Íslenskir þættir og erlendir sem ég var að missa af sem mér fannst fólk alltaf vera að tala um! Þessvegna er þetta eitt af uppáhalds random öppum vikunnar því ég dýrka að kveikja á appinu í ræktinni og horfa á góðann þátt! 

Þetta eru bara þrjú af mínum uppáhalds random öppum, viljiði sjá fleiri?