Kvíða Tips & Trix

L Í F I Р
Þessi færsla er ekki kostuð. 

Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hversu margir glíma við kvíða og þunglyndi. Þessar tilfinningar láta mann líða eins og það sé enginn annar að hugsa það sama, þær einangra mann. Þessvegna langaði mig að skrifa þessa færslu og segja ykkur að þið eruð ekki ein. Við erum mörg og það er til endir á þessu og leið til að líða betur. 

Mig langaði að segja ykkur frá mínum leiðum í þeirri von að þau hjálpi ykkur líka. Ég hef verið veik af kvíða síðan ég man eftir mér og fyrsta skipti núna seinustu tvö ár hef ég verið laus við stanslausan kvíða og þunglyndi. 

1. Skipulag og meira skipulag
- Kallið mig það sem þið viljið en já ég er orðin ofurskipulagsfrík. Það hefur hjálpað mér hvað mest að skipuleggja dagana mína. Þá skipulegg ég alveg frá því þegar ég á uppbókaða daga og þegar ég hef ekkert að gera. 
- >  Mánaðardagatal, ég er með yfirlit yfir mánuðinn alltaf fyrir framan mig. Þá fer aldrei neitt framhjá mér og ég get forðast þá kvíðatilfinningu að vera búin að gleyma því sem er frammundan. 
- > Dagbók/Skipulagsbók, Personal planner & Munum eru þær bækur sem ég hef verið að nota og er að nota núna. Þar skrifa ég niður dagana mína, markmiðin mín,plönin mín og allt á milli himins og jarðar. Þar er enn dýpra skipulag og allar hugsanir mínar á einum stað. Því hugsanirnar eru sjaldnast bara á einum stað í hausnum á manni. 

2. Rútan okkar . .
- Fólk sem að þekkir mig hefur heyrt þessa ræðu áður. Þetta lærði ég á HAM námskeiði og hefur fylgt mér síðan. 
 - > Ýmindum okkur lífið sem rútu, það kemur fólk inn og fær sér sæti. Fer eftir því hversu náið það er þér hvar það situr, fólkið fremst hefur áhrif á líf þið og fólkið aftast hefur það líka en kannski minna. Fólk fer út og kemur aftur inn. En sumir þurfa ekki að fá að koma aftur inn, fólk sem að hefur ekki góð áhrif á þig og hjálpar þér að ,, keyra rútuna '' hefur ekkert erindi inn. Sama þótt það sé vinur/vinkona eða fjölskyldumeðlimur þá er alltílagi að stoppa, hleypa þeim út og ,, keyra '' í burtu. Þú ræður hvort að það sé tímabundið eða eilíft, þetta er lífið þitt og fólk sem hefur ekki jákvæð áhrif á þig er bara að fara að gera þig neikvætt og kvíðið. 

Ekki leyfa fólki sem situr aftast í rútunni að stjórna henni, það er í lagi að leyfa fólki að aðstoða sig en það á enginn annar að stjórna nema þú. 
Ertu að skilja mig? 

3. Líkamsrækt
- Þetta var erfitt skref í átt að andlegri heilsu, einhvað sem ég hef alltaf átt erfitt með en seinustu árin þá hef ég séð hversu mikið þetta gerir. Ég er miklu ánægðari með mig bæði líkamlega og andlega. Það að vera í reglulegri hreyfingu hefur verið einskonar sálfræðiaðstoð fyrir mig. 
Ég veit að það er erfitt að mæta, erfitt að byrja en reyndu gerðu það fyrir þig sjálfa að prófa. Það eru margir sem bjóða uppá ódýr prógrömm svo að þú hafir einhvað að gera í ræktinni. Hafðu vinkonu með þér eða fjölskyldumeðlim því þá er mun ólíklegra að þið hættið við heldur peppið hvor aðra. 

4. Skrifa niður
- Að skrifa niður hugsanirnar mínar hefur hjálpað mikið því þær voru svo útum allt. Það versta er að liggja uppí rúmmi og geta ekki sofið vegna hugsannana. Þessvegna fór ég að skrifa allt niður, því þegar allt þetta rugl er komið á blað þá er þetta allt bara hugsana prump. Já ég sagði það, hugsana prump. . hlutir sem skipta ekki máli en maður miklar þá í hausnum á sér. Fáðu þér litla bók eða opnaðu notes og skrifaðu það sem þú ert að hugsa þá áttarðu þig á því að svefninn er mikilvægari en að þetta allt saman. 

5. Njóta þess að vera ein/n
- Læra að gera ekki neitt og elska það, tilhugsunin að vera ein var rosalegur kvíðavaldi fyrir mig en núna ELSKA ég það. Finndu þér áhugamal og ræktaðu það þegar þú getur, lestu bækur, lærðu að elda, baka,  horfðu á þætti, gerðu einhvað sem lætur þér líða betur. Því þegar þú nýtur þess að vera ein/n þá getur enginn tekið neitt frá þér. 

 

Já ég veit að þetta er skrítinn listi en þetta hefur hjálpað mér ótrúlega mikið. Kvíðinn minn og þunglyndi tilheyrir fortíðinni og það er fortíð sem ég hef engan áhuga á að kíkja á aftur. Mæli með að þið komið í rútuna mína og lærið að elska ykkur sjálf! 

Viljiði vita fleiri Tips & Trix ?