Uppáhalds myndvinnslu öpp!

L Í F I Р
Færslan er ekki kostuð. 

Uppáhalds random öppin min slógu svo sannarlega í gegn þessvegna ákvað ég að deila líka með ykkur uppáhalds myndvinnslu öppunum mínum. En það virðist oft vera þannig stemning yfir öllu svona að fólk týmir ekki að deila þessu með öðrum. Eins og þetta séu þvílík leyndarmál.. en þetta eru það ekki. Ég er engan vegin fyrst til að deila þessu með ykkur og þetta má allt finna á google, pinterest ofl. 

Hérna eru öppin sem ég nota mest og hvernig ég nota þau. 

Unknown.jpg

Face Tune 

Þið þekkið eflaust öll facetune, það er app sem hægt er að ganga of langt með mjög snöggt. Maður gleymir sér alveg og auðvelt að enda með mjög gervilega mynd. En ef maður notar appið rétt þá er þetta mjög sniðugt tæki. T,d að taka hár úr andliti, ýkja augnskugga sem sést ekki vel á myndum en er sjúkur í persónu, laga húðina ofl. Auðvitað ekkert sem er nauðsynlegt, en fyrir marga er instagram áhugamál eða fyrirtæki. Passið bara að að nota puttan og punkta á myndina en ekki draga útum allt þá getur þetta endað mjög gervilegt. 
Prófið ykkur áfram og farið bara varlega þá er þetta sjúklega skemmtilegt app! 

 
TXIlxXfY_400x400.jpg
 

VSCO 

App sem snyst mest um filtera og vörumyndir finnst mér alltaf koma mjög vel í þessu og sumar makeup myndir alls ekki allar. Þetta app er ég bara nýbyrjuð að nota en finnst ég ekki getað notað það mikið á myndir af förðunum því þeir verða oft dökkir. Náttúrumyndir, vörumyndir og myndir af hlutum koma oft fáránlega vel út í VSCO Cam. 

Unknownikkj.jpg

Snapseed 

Þetta forrit nota ég aðalega til að birta myndir til, ef bakgrunnurinn er ekki nógu hvítur eða vill lýsa upp hvítan bol. Það er hægt að búa til mjög fallega skugga með þessu forriti og birtu. Það er líka mjög þæginleg leið til að taka hluti sem eiga ekki að vera þar. 

Myndvinnsluforrit virðast alltaf vera einhvað til að skammast sín fyrir, eins og fólk sjái ekki augljóslega að myndin sé unnin. Þetta á ekkert að vera vandamál eða feimnismál verum frekar bara meðvituð um það að myndir á Instagram eru unnar og raunveruleikinn er ekki svona rosalega glansandi. Mér finnst t.d. bara ótrúlega skemmtilegt að leika mér með myndvinnsluforrit og breyti myndunum mínum eins lítið eða eins mikið og ég vil! 

Hvaða myndvinnsluforrit finnst ykkur vera fara framhjá mér?