Personal Planner

 

L Í F I Р
Vöruna keypti ég sjálf. 

Þetta er þriðja árið í röð sem ég panta mér skipulagsbók frá síðunni www.personal-planner.com og hef ég alltaf verið mjög ánægð og notað bókina mikið. 

í ár ákvað ég að fara smá aðra leið með bókina sjálfa en halda samt svona sama þema, þessi bók fylgir mér allt og ég skrifa endalaust í hana. 

DSC07658.jpg

Ákvað að prófa nýja stærð en ég hafði prófað hinar tvær og var ánægðust með seinustu bókina en þið getið séð hinar tvær hérna
fanneydora.com/ my-personal-planner - 2015
fanneydora.com/ my-personal-planner-2 - 2016

Fyrst var ég með mjög persónulegt cover á bókinni en ákvað að breyta því alveg þar sem ég fékk bæði leið á myndunum og fannst óþæginlegt hvað það var mikið að gerast framan á bókinni. 

DSC07660.jpg

Svo aftan er sama mynd og framan á nema með franskri setningu sem þýðir to let go sem festist í hausnum á mér þar sem mér fannst hún eiga vel við og svo elska ég frönsku. 

DSC07666.jpg

Mjög mikið fyrir quote eins og sést hefur á öllum þremur bókunum. 

DSC07669.jpg

Svo valdi ég bara mín smáatriði, ákvað að prófa að hafa tímana á dögunum en sé smá eftir því, það ruglar mig frekar en hjálpar. Svo hvenær ég ætla í ræktina yfir vikuna, markmið, to do lista og dagatal fyrir mánuðinn. 

DSC07676.jpg

Endaði svo bókina á dagatali fyrir árið 2018 og auðum blaðsíðum, mér finnst mjög fínt að hafa margar auðar blaðsíður til að gera lista ofl. 

Ég mæli svo mikið með að finna skipulagsbók sem hentar ykkur en það hefur hjálpað mér rosalega mikið að hafa allt fyrir framan mig og gera svo X þegar verkefnið er búið. 

Ef þú ákveður að prófa Personal Planner þá máttu endilega deila því með mér!