Makeup Battle // Primerar

 

S N Y R T I V Ö R U R
Vörurnar eru fengnar að gjöf. 

Nýr liður á blogginu! 
Þarna úti eru svo ótrúlega mikið af snyrtivörum og erfitt að velja á milli en margar samt svo svipaðar eða gefa svipaða útkomu. Þessvegna langaði mig að finna snyrtivörur sem eru ,, eins '' eða svipaðar. Vörur sem eiga að gera það sama eða segja það! Mig langaði að bera saman tvær vörur og segja kostina og gallana eða hvort vörurnar muni henta þér eða ekki. 

DSC07827.jpg

Smashbox Photo Finish Primerizer & Mua Makeup Academy Wonder Vanishing Cream Primer. 

Báðir primerarnir eiga það allaveganna sameiginlegt að vera báðir með langt nafn! 

DSC07835.jpg

Primerizer
Það sem þessi primer segist ætla að gera er að bæði grunna húðina og gefa henni raka. Það sem mér finnst mikill kostur vegna þess að það eru ekki margir primerar sem geta gefið raka, en það er alltaf verið að leggja áherslu á það að fylla í svitaholur. 
Annar kostur er að það er hægt að nota hann sem raka á aðra staði eins og þurra olnboga og naglabönd. Einnig er hægt að blanda primernum í farðann og bera hann þannig á. Einn galli sem ég sá er að ég gleymi stundum að nota primerinn, afþví að hann er svo líkur rakakremi. Þessvegna set ég alltaf rakakrem og byrja svo á svitaholu primer. Það er samt stórt EN í þessu máli það er svo geðveikt að hafa hann undir farðanum að ég verð að vera duglegri að nota hann! Kostirnir eru þúsund sinnum fleiri en gallarnir og þetta er nýji uppáhalds primerinn minn frá Smashbox! 
 

DSC07846.jpg

Hérna sjáiði áferðina, ef þú ert með þurra húð og yfirborðsþurrk þá þarftu þennan primer! Ef þú ert frekar olíukennd þá myndi er hann kannski ekki alveg jafn mikið must en hann er samt svo flottur! 

DSC07840.jpg

 Wonder Vanishing Cream Primer
Þá er komið að primernum frá MUA, hann segist fylla í línur, sé hægt að nota sem grunn undir augun og einn og sér.  Fyrsti gallinn er klárlega sá að hann er í krukku en ekki pumpu sem að þýðir að það er mun meiri hætta á sýklum. En áferðin á þessum primer er þannig að hann gæti líklegast ekki verið í pumpu. Áferðin er þykk og fyllir vel uppí svitaholur en er samt ekki þurrkandi. Ef þú ert þurr eða með yfirborðsþurrk á andlitinu þá gæti hann verið aðeins of þurr fyrir þig. En ef þú ert með olíumikla húð og átt erfitt með að finna primera þá mæli ég með að kíkja á þennan! 

DSC07842.jpg

Hérna er áferðin, eins og þið sjáið ekki kremkennd heldur meira eins og vax. Passið ykkur að nota bara örlítið vegna þess að annars gæti hann kurlast á húðinni. 

N I Ð U R S T A Ð AN
Sigurvegari fyrsta MAKEUP BATTLE er ..... PRIMERIZER. 
Ég finn hann vinna undir farðanum og hjálpar farðanum að haldast lengur sem er þvílikt atriði fyrir grunn. Þar sem ég er þurr í húðinni og með yfirborðsþurrk þá er ég alltaf líklegri til að nota hann! En auðvitað ef þið eruð olíkenndar í húðinni þá getiði kíkt á vanishing primerinn! 
Primerizer fæst í Hagkaup td! 

Hvaða tvær vörur finnst þér líkar og vilt að ég prófi?