SugarBear Hair // Mánuður

L Í F I Р
Varan er fengin að gjöf. 

Núna er kominn einn mánuður síðan ég byrjaði að taka inn gúmmí hár vítamín frá merkinu Sugar Bear Hair .. Já ég veit að þetta hljómar ansi skondið. Mig langaði að segja ykkur frá minni reynslu og hvort ég ætli að halda áfram eða ekki. 

DSC07680.jpg

Aðal ástæðan fyrir að mig langaði að prófa var sú að hárlos var farið að fara ansi mikið í taugarnar á mér, fannst ég geta tekið heilu lokkana úr hárinu! Svo væri það auðvitað bara plús ef að hárið myndi síkka í leiðinni. Það er sagt að maður byrji að sjá mun eftir skammt númer þrjú en ég fór fljótt að sjá mun á hárlosi. En það held auðvitað líka að þetta hafi mismikil áhrif á fólk en munurinn hjá mér var frekar mikill. Það voru ekki lengur lokkar að koma úr hárinu við það eitt að greiða það eða renna í gegnum það. 

Svo annað en fólk sem vissi ekkert að ég væri að nota þetta vítamín var alltaf að segja mér að ég væri komin með svo sítt hár, það hlýtur nú að þýða einhvað! 

DSC07682.jpg

En mín skoðun endurspeglar ekki skoðun allra auðvitað, þessvegna langar mig að segja ykkur nokkrar staðreyndir frá Sugar Bear. 

1. Sugar Bear er fyrsta tyggjanlega vegan hár vítamínið.
2. Safi úr alvöru berjum er góða bragðið. 
3.  Í bangsa er jafn mikið af
     Vítamín A eins og í 4 bollum af brokkolí.
     Vítamín C eins og í 1 bolla af trönuberjum. 
     Vítamín B12 eins og í 4 eggjum. 
4. Það er ekkert gelatín í Sugar Bear. 
5. Sugar Bear inniheldur helmingi minna af sykri eins og sambærilegt vítamín. 

Og þetta eru bara nokkrar staðreyndir, hinar má finna á www.sugarbearhair.com

Mín reynsla af Sugar Bear er mjög góð og þessvegna mun ég halda áfram að taka vítamínið, ég tek ekki fleiri en 2 bangsa á dag. Tek þá á morgnanna þá fæ ég ekki kreiv í þá yfir daginn því jú þetta er smá bara eins og nammi! Núna er búin með einn mánuð og sé mun á hárlosi og þvílíkt spennt að byrja á mánuð tvö og hvað þá þrjú en þá á maður að sjá mestan árangur. Ég gef ykkur update á mánuði þrjú! 

SugarBear fæst t.d. á https://deisymakeup.is og fleiri stöðum. 

Hvernig er ykkar reynsla af Sugar Bear ? Endilega segið mér frá því í kommentunum fyrir neðan!