Asos Curve // Wishlist

T Í S K A  

Í tilefni af því að ég var að byrja með nýjan tísku lið á blogginu þá langaði mig að gera reglulegann óskalista frá verslunum á netinu og það sem ég hef verslað mér! Auðvitað er það hún AsosQueen Alexsandra Bernhard // @alexsandrabernh sem átti mikinn hlut í þessu en hún er algjör asos drottning og eftir að hafa fylgst með henni versla grimmt á asos þá varð ég að byrja líka! Mæli klárlega með að þið kíkið á bloggið hennar Alexsöndru hér til að skoða fleiri Asos lista og tips! 

Það sem ég var aðalega að leita eftir á Asos Curve voru vetrar föt en ég elska vetrar tísku! 

Screen Shot 2017-09-23 at 22.06.10.png

Sjúk skyrta, finnst allt með svona ermum svo flott! Fæst hér. Sé þessa peysu fyrir mér undir leðurjakka með þykkan trefil og gallabuxur! 

Screen Shot 2017-09-23 at 22.00.51.png

Kannski er ég smá sein í þetta trend en ég þrái síða dúnúlpu! Þessi heillar mig rosalega mikið og finnst flottur glans á henni, mun virkilega þurfa að hemja mig ef ég ætla ekki að panta hana .. Fæst hér

Screen Shot 2017-09-23 at 22.02.03.png

Ég var svo glöð þegar ég sá svona týpu af buxum í curve deildinni á Asos! Finnst þetta svo flottar buxur og þær alalveganna líta út fyrir að vera þæginlegar en samt hægt að vera í þeim við svo fín tilefni líka! Fást hér

Vona að ykkur líki nýji liðurinn en mig langar að hafa hann reglulegann og frá fleiri fataverslunum! 

Fanney VeigarsdóttirComment