Haust markmiðin mín!

L Í F I Р

 
IMG_5263.jpg
 

Jæja ætli það sé ekki kominn tími til að sætta sig við að það er komið haust og styttist hratt í að það sé kominn vetur. Haustið er ekki alslæmt samt! Eða þið vitið fyrir utan rigninguna, pollana, einstaka slabbið og kuldann! 

Þá er haustið algjörlega þannig tími að mínu mati til að endurskipuleggja sig, þetta hef ég talað um áður á snapchat en að mínu mati er ég miklu líklegri til að ná markmiðunum mínum þegar ég set þau að hausti til frekar en t.d. á áramótunum. Áramótin eru frábær tími en það breytist ekki neitt þannig séð.. bara nýtt ártal, það er ennþá snjór, ennþá kalt og lífið hefur enn sinn vanagang. Oft erfiðara að setja sér markmið þá þar sem flestir eru ennþá í fríi og bara að njóta með fjölskyldu og vinum! 

Enn á haustinn eru litirnir að breytast, ný árstíð, skólinn að byrja eða sumarfrí að enda. Að mínu mati fullkominn tími til að skipuleggja sig! 

Það fyrsta sem ég geri er að panta mér nýja skipulagsbók og byrja á henni af fullum krafti, tek svo hressilega til og tæmi út það sem þarf að tæma út. Svo set ég mér markmið og þeim langar mig að deila með ykkur! Nokkur lítil og sum enn stærri, það sem mig langar að gera eða afreka í haust/vetur. 


Minni markmiðin
- Slökkva á Wifi í símanum allar nætur, ekki bara á silent heldur alveg slökkva! ( Ég fæ svo óteljandi mörg skilaboð ofl á nóttunni og ég tel að þetta hafi bara mjög mikil áhrif á svefninn! ) 
- Lesa minnst eina bók, finna einhverja nýja áhugaverða bók. 
- Halda áfram skipulagi, bæði í bók og dagatali. 
- Uppgötva nýja tónlist oftar. 
- Hlusta á fleiri inspirational ræður, podcast ofl. 

Stærri markmiðin. 
- Velja mér einn dag og nota hann í algjörann leyfðu þér dag. Þá meina ég ekki matarræðis tengt, heldur dagur til að tríta sig vel. Fara í langt bað, setja brunkukrem eða bara gera eitthvað sem lætur manni líða vel og gera það alltaf á þessum degi! 
- Blogga oftar, ég er mjög snapchat og instagram miðuð þessa dagana og langar að breyta því! 
- Taka upp MINNST tvö myndbönd í mánuði. 
- Stunda líkamsrækt af fullum krafti, fara minnst 3 sinnum í viku. 
- Fara til Þýskalands. 
- Breyta viðhorfi til matarræðis. 
- Halda áfram í einkaþjálfun. 
- Fá mér dagljósaklukku og halda áfram að mæta klukkan 6 í ræktina í vetur. 

Já ég veit að þetta eru frekar mörg markmið og auðvitað eru þau misstór og mis mikilvæg en þetta er það sem mig langar að gera og ætla mér að framkvæma þau öll! Auðvitað er ég líka með þau beint fyrir framan mig á öðrum stað en þetta eru þau markmið sem mig dettur í hug akkúrat núna og langar að framkvæma! 

Hvenær finnst þér best að endurskipuleggja þig og hvernig ? Átt þú einhver ráð handa mér ? 

Endilega kommentaðu þínar hugsanir fyrir neðan!