Emmy's 2017

L Í F I Р

Það varð að vera færsla um Emmy verðlaunin í ár, svo rosalega mikið af flottum dressum sem mig langaði að sýna ykkur!
Hérna koma mín uppáhöld! 

Til að skoða allar myndirnar þarf bara að ýta á þær þá flettist á allar myndirnar! 

Að mínu mati voru rosalega mikið af flottum dressum en þau sem stóðu sérstaklega uppúr voru klárlega leikararnir úr Stranger Things, þau eru bara alltaf svo tryllingslega flott! Viola Davis og Shailene Woodley voru líka einstaklega fallegar. 

Farðanirnar voru alls ekki af verri endanum! Frekar áberandi að húðin hafi veri náttúruleg og meiri dramatík sett í augun og varirnar. Mikið af vængjuðum liner og bleikum vörum! 

Hvaða lúkk var þitt uppáhald á Emmy verðlaununum?