Colour Wow - Fyrir&Eftir

 

S N Y R T I V Ö R U R
Varan er fengin að gjöf // færsla inniheldur ad linka. 

Þessa vöru sá ég fyrst hjá LustreLux á youtube og ég var svo spennt að prófa hana að þið hefðuð átt að sjá svipinn á mér þegar ég fékk hana í gjöf! 

DSC07849.jpg

Ég er nefnilega með frekar þunnt hár og svo er það dökkt í þokkabót, svo ofan á það er ég alltaf frekar brún þannig það er svo rosalega augljóst þegar það sést í höfuðleðrið. Eða mér finnst það allaveganna mjög augljóst! Svo kom þessi vara og núna hef ég prófað bara þennan klassíska augnskugga í rótina og þetta er ekki eins! 

DSC07852.jpg

Liturinn á púðrinu heitir dark brown en það eru til margir litir eins og þið getið séð hér. Svo er púðrið smá shimmerað sem virðist gera rosalega mikið en það gefur náttúrulegri áferð því það glampar eðlilega á hárið. 

Screen Shot 2017-09-11 at 21.25.15.png

Hérna er ég bara með létt fyllt inní rótina en það munar bara samt svo miklu! Myndin er ekkert edituð, ég er ekkert máluð eða neitt bara Colour Wow í rótina. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er þvílikt hamingjusöm með púður sem er þurrt! Því það er ekki þannig að maður taki það á burstann sem fylgir með og það komi bara svartur blettur í hárið, það viljum við alls ekki. Viljum að þetta sé bara náttúruleg fylling í hárið. 

Svo var ég að lesa mér betur til um þetta og það eru svo margir kostir við þessa vöru en hún er til dæmis ekki prófuð á dýrum, smitheld vara, inniheldur ekki paraben, vax eða varanleg litarefni. 

En er þetta í alvöru smithelt? Akkúrat núna er púðrið í hárinu og ég nuddaði mjög fast og það kom litur á puttana, en ekki þegar ég strýk í gegnum hárið eins og ég myndi gera venjulega. Finn líka ekki fyrir því leka þegar ég er í ræktinni. Þannig ég myndi segja svona 80% smitheld en ég mæli bara með því að vera ekkert að fikta í hárinu þegar þið eruð með svona vörur í hárinu bara svo hún haldist sem lengst! 

Það koma svo mikið af spurningum útí þessa vöru á snapchat þessvegna vildi ég gefa ykkur almennilega umsögn um vöruna, en ég mæli mikið með henni, tek púðrið með mér útum allt og er búin að nota þetta liggur við í hvert einasta skipti sem ég er með tagl .. sem er ansi oft! 

Varan fæst hér og ég mæli með!