Nýtt í ræktina!

L Í F I Р
Vöruna keypti ég sjálf. 

Loksins kom að því að ég fann mér fullkomin heyrnatól. Mig hafði langað lengi í hvít stór heyrnatól til að nota í ræktina og ákvað loksins að leyfa mér að kaupa ein. Vinkona mín hafði pantað þau handa sér þannig ég var búin að máta þau aðeins en þau eru mjög þæginleg. 

Screen Shot 2017-08-21 at 23.34.15.png

Merkið heitir Bluedio og ég fékk þau af Ebay! Það sem heillaði mig mest er að þau eru bluetooth tengd, þannig þessi óþolandi snúra er ekki að flækjast fyrir mér! Hleðslan endist mjög vel og hef ég aldrei þurft að hlaða þau síðan ég gerði það fyrst. 

Vöruna keypti ég á ebay.com undir nafninu Bluedio Turbine Hurricane H Bluetooth 4.1 Wireless Stereo Headphones Headset. 
Heyrnatólin kostuðu 33.50$ dollara, frí sending og ég borgaði í kringum 1500 kr á pósthúsinu. 
Þau voru 3 vikur að koma.

Ég mæli rosalega mikið með þessum heyrnatólum en þau einangra vel, eru ekki of dýr og líka mjög þæginleg. 

Þetta eru klárlega með þeim betri kaupum sem ég hef gert á þessu ári!