Tax Free Musts & Wants

S N Y R T I V Ö R U R
Stjörnumerktar vörur eru fengnar að gjöf. 

Við elskum öll Tax Free! Þessvegna varð ég að deila með ykkur þeim vörum sem mig langar í eða mæli með að þið prófið! Já treystið mér þegar ég segi að þetta er svona 1/4 af öllum vörunum sem ég mæli með. 

1. * L'oreal Hydra Genius - Þetta er snilldar rakakrem sem fer strax inní húðina og er algjör rakabomba! Nota þetta mjög mikið og er sjúklega flott undir farða. 
2. * Glam Glow Glow Starter - Fáránlega falleg vara, ég nota þetta undir farða eða eitt og sér. Gefur raka og ljóma, er fullkomið fyrir ykkur sem viljið vera ljómandi! 
3. * YSL Cushion farðinn - Ég er orðin mjög hrifin af cushion förðum og þessi er einn af mínum uppáhalds! Mjög falleg áferðin og hægt að byggja upp þekjuna. 
4. * Lancome Grandiose - Þessi maskari hefur hægt og rólega verið að vinna sig uppí að vera einn af mínum uppáhalds og ef þið hafið ekki prófað hann þá verðiði að gera það! 
5. * YSL Touche Éclat Glow Shot - Fullkominn kremaður highlight, nota þennan alltaf þegar ég á no makeup-makeup daga! Sjúkt til að vera extra ljómandi en á náttúrulegann hátt. 
6. * Maybelline Strobing Stick - Þetta stifti nota ég mjög oft eins og yfir farða, á viðbeinin og axlirnar, mjög flott og þæginleg vara! 
7. Lancome Juicy Shakers - Ég hef bara prófað möttu juicy shakers en mig langar ótrúlega mikið að prófa uppahaflegu varalitina því ég hef heyrt svo góða hluti! 
8. * Maybelline Color Sensational - Þetta er öruglega uppáhalds varaliturinn minn, en það er nr 930 úr Color Sensational línunni! 

9. * Clarisonic Mia 2 - Ég lýg ekki þegar ég segi að þessi bursti hefur bjargað húðinni minni. Ég sá þvílíkan mun eftir að ég byrjaði að nota hann. Mæli með að nota Tax Free til að leyfa sér svona vörur í dýrari kantinum sem eru algjört must haves! 
10. Infallible Fixing Mist - Þetta sprey nota ég oft til að setja farðann og bara mikilvægt að muna að hrista vel! 
11. * Glam Glow Glowsetter sprey - Rakasprey sem ég set oft yfir farða eða bara þegar ég vil fríska mig upp, úðinn er fínn og lyktin er sjúk! 
12.* YSL CC krem í apricot - Fullkomið yfir sumartíman eða fyrir ykkur sem viljið bara mjög létta þekju en viljið hafa eitthvað á húðinni samt! 
13. * YSL Touche Éclat hyljari - Einn af mínum uppáhalds hyljurum og nota hann yfirleitt alltaf á no makeup-makeup dögum. 
14. GlamGlow Maskarnir - Græni og blái maskinn eru í miklu uppáhaldi hjá mér, en græni er með léttum skrúbb og er ekki of yfirgnæfandi fyrir húðina en gerir samt svo mikið! Blái er algjör rakabomba og snilld til að setja hann eftir græna. 
15. * L'oreal Pure Clay hreinsir - Svarti hreinsirinn er í uppáhaldi hjá mér og ég nota hann fáránlega mikið, til að taka af farða og hann er bara svo góður! 
16. * Lancome Energie de vie - Eitt af mínum uppáhalds rakakremum, en klárlega mitt uppáhald undir farða. Gefur raka og fallega áferð, er orðin fáránlega háð þessu! 
17. Real Techniques - Ég mæli með öllum settunum frá RT en eins og þið hafið séð er ég mjög hrifin af þessu merki! Endilega nýtið tækifærið á Tax Free og fjárfestið í flottum burstasettum! 

18. * Urban Decay All Nighter - Þetta er mitt uppáhalds setting sprey og nota það á mig og alla kúnna sem koma í förðun! 
19. Þetta lakk frá OPI hefur mig dreymt um en ég elska allt mosagrænt! Mæli klárlega með lökkunum frá OPI, einnig yfirlökkunum! 
20. * St Tropez Instant Tan - Algjör snilld, en þetta nota ég yfir bringuna/hendurnar/fæturnar ef ég er að fara einhvað fínt og þetta gefur bara fallegan ljóma og smitast ekki! 
21. Maybelline Fit me farði - Þennan farða hef ég keypt mér sjálf og fengið að gjöf því ég er bara búin að klára svo mikið af þessum farða! Nota hann á flesta kúnna og oft á mig en hann er bara svo fallegur á húðinni! 
22. * Lancome Énergie De Vie - Perluvatnið frá Lancome nota ég eiginlega alltaf undir rakakrem en þetta hleypir rakakrem betur inn í húðina og enn hraðar. 
23. *Maybelline Brow Precise - Uppáhalds litaða augabrúnagelið mitt en það er með trefjum í og gerir bara svo mikið fyrir brúnirnar! 
24. * Rimmel Kate Moss - Varalitirnir úr Kate Moss línunni frá Rimmel eru möst, þeir eru svo mjúkir og þæginlegir. Til nóg að af úrvali fyrir alla og helling af mismunandi nude litum! 
25. * Eylure augnhár - Ef það er einhver tími til að kaupa nóg af augnhárum þá er það núna! En Eylure eru mjög flott augnhár og þau sem eru í uppáhaldi hjá mér eru númer 117 og Luxe línan.
26. * Lancome Cushion - En þessi cushion farðinn er líka í miklu uppáhaldi hjá mér og ég á mjög erfitt með að velja á milli þessa tveggja því þeir eru bara báðir svo flottir! 
27. Urban Decay Bronzer - En það tala allir svo fallega um þennan bronzer þannig ég verð að prófa hann, mæli með að þið gerið það líka! 
28. * Essie - Gel lökkin frá Essie eru mjög góð og ég hef notað litinn Perfect Poisture í allt sumar! 
29. * Origins Flower Fushion - Sheet maskar sem þið verðið að kíkja á, mjög rakagefandi og lyktin er sjúk! 

Með hverju mæli þið með á Tax Free og er ég að gleyma einhverju ? Endilega segið mér það í kommentum!