Núðluréttur!

M A T U R

Já ég viðurkenni að ég er fáránlega vanaföst og er búin að elda þennan rétt öruglega sjötíu sinnum seinustu tvo mánuði. En þetta byrjaði sem svona samansafn úr allskonar dóti sem mér fannst svo bara fáránlega gott! En hérna kemur uppskriftin og aðferðin, varúð samt þetta er fáránlega sterkt ( mæli með að sleppa sósunni sem er mitt uppáhald reyndar ef þið fýlið ekki sterkan mat ) 

Hráefni

Eggjanúðlur
Kjúklingur
Rósakál
Jalapeno
Sriracha sósa
Brokkolí 
Salt
Pipar
Chilli
Kókosolía

Aðferð

1. Rósakálið sett í form, kryddað með salti,pipar og chilli kryddi. Set svo slatta kókosolíu með í formið og jalapeno svo beint í ofn á 180°. 
2. Eggjanúðlurnar settar í pott og beðið eftir suðu. 
3. Kjúklingurinn eldaður uppúr kókosolíu, kryddaður eftir smekk ( salt, chilli og pipar ). Set svo smá af Sriracha sósunni með. Læt kjúklinginn  liggja í sósunni á mjög lágum hita þegar hann er alveg eldaður. Tek hann svo af pönnunni og læt í skál. 
4. Þá set ég brokkolí á sömu pönnu og bæti aðeins í kryddið og Sriracha sósuna og steiki vel uppúr því. 
5. Rósakálið tekið úr ofninum og sett í skálina. 
6. Brokkolíið með ofan í skál og núðlurnar líka! 
7. Þar sem ég geri alltaf mjög stóran skammt af matnum þá tek ég bara smá af öllu og set á pönnuna og blanda upp úr smá sósu! Geymi svo restina í ískápnum til að eiga í nesti. 

Þetta er fáránlega gott og mér finnst það enn betra daginn eftir! Bara fara varlega í sósuna en hún er mjög sterk og þarf bara fáránlega lítið af henni í einu, frekar að byrja með minna og bæta svo við. Sósuna kaupi ég í Hagkaup, rósakálið kaupi ég bara frosið, núðlurnar fást held ég bara í flestum búðum! Svo set ég stundum blómkál líka og bara það sem er til í ísskápnum! Líka mjög gott að setja lax með og bara allt sem ykkur dettur í hug! 

Endilega ef þið gerið þessa uppskrift þá meigiði endilega senda mér snapchöt með mynd og hvað ykkur finnst!