Fitness Tan

L Í F I Р
Varan er fengin að gjöf. 

Ég hef verið að prófa núna í frekar langan tíma brúnkukrem frá merkinu MineTan en það heitir Fitness tan og heitir það vegna þess að það á að vera einstakt að mörgu leiti. Það á ekki að svitna af í rækt,íþróttum eða öðru. Ástæðan fyrir því að ég hef alltaf verið mjög stressuð að prófa brúnkukrem er að ég þoldi ekki tilhugsunina að það myndu leka svona svitataumar td í ræktinni. 

Eins og þið sjáið hef ég notað þetta brúnkukrem mjög mikið þar sem það er líka bara alveg að klárast! Ég hef aldrei lent í því að það komi brúnkutaumar hjá mér en ég svitna almennt ekki klikkaðslega mikið þannig ég get bara talað fyrir mig! 

Þegar ég set á mig brúnku þá set ég bara mjög lítið í einu og fer frekar 2-3 umferðir. Það er líka eitt leynitrix og það er að nota brúnkuhanskann frá MineTan! Hann er úr efni og bara ber brúnkuna svo jafnt og fallega á, mæli 1000% með honum. 

Fyrir 

Þetta er semsagt strax eftir fyrstu umferðina og ég notaði bara mjög lítið. 

Eftir

Strax eftir 2 umferðir, en liturinn er ótrúlega náttúrulegur en samt mjög sterkur. 

Morguninn eftir, þegar ég var líka búin að skola efsta lagið af. Með þessa brúnku reyni ég alltaf að sofa með hana eða vera allaveganna með hana 6-8 tíma. Ég mæli svo mikið með þessari brúnku því það er svo auðvelt að bæði byggja upp litinn eða hafa bara mjög náttúrulega áferð á húðinni. 

Brúnkan og hanskinn fást á tan.is