New In - Lindex

L Í F I Р
Varan er fengin að gjöf. 

Á sama tíma og aðal umræðu efnið mitt er skortur á fötum þá hef ég bara held ég aldrei sýnt jafn mikið af fatnaði! En ástæðan fyrir því er að mig langar að vera duglegri að sýna ykkur flott föt sem að þið sem eruð í sama vanda og ég getið skoðað! Að þessu sinni er það sjúki skyrtukjóllinn sem ég er búin að vera sjúk í! 

 
 

Ég elska allt sem er tekið saman í mittið og svona skyrtu efni! Var búin að horfa ansi lengi á þennan kjól þegar ég ákvað loksins að taka hann! Fyrst tók ég hann í stærð L en svo var hann eiginlega bara alltof stór þannig ég skipti í M. 

Þessar ermar eru ALLT! 

 
 

Fullkomin sumarskyrta sem ég get samt líka notað í vetur þá kannski stílíseruð öðruvísi. Ástfangin af þessari skyrtu og mæli með að þið kíkið á hana áður en hún klárast!