Plus Size and Proud x Lindex

L Í F I Р
Vörurnar eru fengnar að gjöf. 

Verandi ein fárra plus size áhrifavalda sem vinna á samfélagsmiðlum þýðir það oft að tækifæri mín eru ekki þau sömu og annarra áhrifavalda. Til dæmis get ég ekki farið í samstarf með öllum fatabúðum þar sem oftar en ekki fást hreinlega ekki föt fyrir mig og aðrar konur í búðunum. Þessvegna vanda ég valið alltaf mjög vel þegar að kemur að svona samstörfum. Þó svo að ég passi mögulega í föt í búð þá vil ég ekki fara í samstarf við búðina ef ekki er möguleiki fyrir þær sem notar stærri stærðir en ég að kaupa sér neitt. Því vil ég ekki stuðla að. 

Að því sögðu, get ég stolt sagt ykkur frá samstarfi mínu við Lindex. Ég hafði heyrt góða hluti um undirfötin þeirra og einnig sá ég að fötin þeirra koma einnig í stærri stærðum.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna stóru stærðirnar þurfi alltaf að vera á spes stað? – Í spes búð sem er kannski ekki jafn aðgengileg og þær sem eru í Kringlunni og Smáralind? – Af hverju geta margar konur hreinlega ekki keypt sér föt á Íslandi?

Þetta finnst mér að fatabúðir eigi að geta svarað fyrir.

Vandamálið liggur ekki einungis í litlu sem engu framboði á fötum heldur eru fötin í stærri stærðum oft á tíðum ekki nægilega stór. Í nær hverri einustu netverslun er curvy deild (það er heil önnur færsla um það af hverju það þurfi að vera sér). Af hverju er þetta ekki ennþá komið á Íslandi?

Við ætlum til þess að ungu stelpurnar okkar séu fullar sjálfstrausts, krefjumst þess að þeim líði vel í eigin skinni og segjum þeim, að klæða sig eftir sínu eigin höfði. Getið þið ímyndað ykkur hversu niðurlægjandi það er að fara í búð eftir búð, mátunarklefa eftir mátunarklefa og finna aldrei neitt sem hentar. Ég skora á eigendur fataversluna hér á Íslandi um að endurskoða stærðarúrval sitt. Hverskonar fordæmi viljum við setja?

Það er risastór markaður af stelpum og strákum í plus size þarna úti. Árið er 2017, við eigum að geta betur en þetta.
 

 
 

Þessa mynd þurfti ég að mana mig til að setja hingað inn, ég hef alltaf verið óörugg með fæturnar á mér og ég ætlaði mér klárlega að klippa þær útaf. Svo kom sú hugsun, er ég þá fyrirmynd? Hvað get ég gert til að vera eins mikil fyrirmynd og ég get. Eina leiðin til þess er að elska sjálfa mig eins og ég get og vona að þið fylgið með. 

En ég kíkti í Lindex og valdi mér undirföt og langaði að sýna ykkur þau! Seinast þegar ég keypti brjóstarhaldara var það fyrir þremur árum, þar sem það er ekki mikið úrval af þeim. En ég spurði á snappinu mínu og þar bentu þið öll á Lindex og núna ætla ég að sýna ykkur nokkra stíla af nærfötum. 

 
 

Undirfötin frá Ella M eru svo falleg, mig langaði mikið í bralette sem er þá ekki með neinum spöngum eða neitt og þetta sett er fullkomið! Mæli með að fylgjast vel með vörum frá Ella M því það eru alltaf að koma nýtt og flott! 

 
 

Blúndunærföt eru öruglega mitt uppáhald, en á strengnum á nærbuxunum er blúnda sem að mínu mati gerir mjög mikið. Brjóstarhaldarinn er með þykku bandi sem að er mjög þæginlegt og stingur ekki í bakið. Mögulega uppáhalds settið mitt þar sem þetta er bara svo fallegt! 

 
 

Nærfatasett í meira svona hversdagskanntinum, brjóstarhaldarinn liggur mjög fallega og bara spangir undir, mjög þæginlegur! Svo mældi hún Inga Kristjáns ( Ingakristjanss á snapp mæli með!) að ég myndi prófa þessar nærbuxur en þær eru saumlausar og sjást þá ekki í gegnum fötin og liggja vel uppað. 

 
 

Svo vildi ég velja mér einn sem væri hægt að vera í off shoulder bolum við, semsagt hægt að taka hlýrana. Þykkt bandið og smellurnar eru á hliðinni sem er mjög þæginlegt. Nærbuxurnar eru í classic sniði og þær eru líka saumlausar, þannig ef þér finnst óþæginlegt að vera í streng þá eru til allskonar lausnir í Lindex án þess að það sjáist nærbuxnalínur. 

 
 

Svo er bara þetta klassíska snið og efni, þetta sett verður bókað mikið notað! Það eru smá púðar í honum sem lyfta vel og gefa gott aðhald. 

 
 
 
 

Svo valdi ég mér þennan náttslopp en hann er svo fallegur og verður bókað líka notaður sem Kimono í góðu veðri! En hann er mjög léttur og fallegur sem hentar vel enda er mér alltaf svo heitt! Verð klárlega að fara aðra ferð og skoða náttfötin betur en það er gott úrval af náttfötum líka! 

 
 

Hérna sést aðeins í hlýralausa brjóstarhaldarann en þetta finnst mér mjög fallegt saman! 

Með þessari færslu og öllum þeim sem koma skal vona ég að það verði einhver vakning. Konur og karlar í plus size vilja vera í flottum fötum, gæða fötum, ég vil vera í því nákvæmlega sama og vinkonur mínar bara í minni stærð! Ég hlakka til að fylgjast með búðum eins og t.d. Lindex og öðrum sem ég vinn með og halda áfram að sýna ykkur föt fyrir alla, vonandi eru þið tilbúin í þennan slag með mér, hættum að kaupa föt sem gætu einn daginn passað, kaupum föt sem passa núna.