Clinique Moisture Surge

 

S N Y R T I V Ö R U R // H Ú Ð V Ö R U R
Varan er fengin að gjöf. 

Ég hef lengi séð fólk tala um Moisture Surge kremið frá Clinique og langað að prófa lengi. Svo bættist við línuna Supercharged Concentrate sem ég varð að prófa og langar að segja ykkur aðeins betur frá! 

En báðar vörurnar eru algjörar rakabombur og eins og þið vitið þá er það uppáhalds orðið mitt þessa daganna! Ég fann mikinn mun þegar ég byrjaði að nota þessar vörur og finn alveg klárlega rakann sem þær gefa. Nota þær oft saman og líka í sitthvoru lagi, það sem ég fýla við þær er að þær eru svo gelkenndar að það er t.d. hægt að mála sig stuttu eftir að maður ber það á sig. Einnig finnst mér oft fylgja rakamiklum vörum að kremið er svo lengi að fara inní húðina að það er varla hægt að setja það á sig á daginn en það fylgir ekki þessum tveimur vörum. 

Ef þig vantar rakabombu sem að lætur rakann læsast í húðinni í tuttugu og fjóra tíma þá mæli ég klárlega með að kíkja á Moisture Surge línuna frá Clinique, ég gef þessari línu öll mín meðmæli!

Hverjar eru uppáhalds vörurnar þínar frá Clinique ?