Six Sumar Vibes Vol 1

L Í F I Р
Þessi færsla er unnin í samstarfi með SIX og vörurnar fengnar að gjöf. 

Í tilefni af því að stelpurnar í Six voru að opna snapchatið sitt ( Nistiehf ) og að það er 3f2 yfir helgina þá langaði mig að sýna ykkur nokkra fallega skartgripi sem ég valdi mér og held að verði flottir í sumar! 
En Six er bæði í Smáralind og Kringlunni og það koma alltaf nýjar sendingar á mánudögum þannig allir ættu að geta fundið einhvað flott í sumar! 

Það eru svona þrír litir sem mér finnst vera mjög sterkir í sumar en einn af þeim er þessi túrkísblái. Þetta er svona fullkominn sumarlitur. 

Ferskjulitur er ótrúlega fallegur sumarlitur og örugglega sá sem er í mínu uppáhaldi. 

Kóngablár er ótrúlega fallegur og finnst ég sjá hann útum allt núna, bæði í skartgripum og förðunum. 

Svo finnst mér ein stærsta tískan í sumar vera Hoops og það er fáránlegt úrval af þeim í Six og ég valdi mér svo marga því þetta er svo flott trend! 

Svo eru það þessir klassísku skartgripir sem fara aldrei úr tísku að mínu mati og ég valdi mér einn hring sem mig er búið að langa í svo ótrúlega lengi! 

Mér finnst svo mikil snilld að vera með Six á snapchat en þar heita þau Nistiehf og þær ætla að vera duglegar að pósta nýjum vörum. Mér finnst þetta svo mikil snilld því að það er svo þæginlegt að taka bara screenshot af því sem manni finnst flottast og koma með í búðina! 

Það sem mér finnst líka svo geggjað er að af mörgum vörunum koma bara þrjár af hverju þannig það eru ekki allir á Íslandi með það sama! Svona þeir skartgripir sem eru einstakir! 

Ég var heillengi í Six því það var bara svo margt flott, skartgripir, hárdót, klútar, veski, úr, sólgleraugu, hulstur, hattar, treflar og vettlingar! 
Þessi færsla er bara Vol1 en á morgun ætla ég að sýna ykkur enn fleiri hugmyndir af flottum sumar skartgripum í bland við þessa klassísku! 

Þið getið sent skilaboð í gegnum facebook www.facebook.com/nisti.fylgihluti

Hvaða litir finnst ykkur vera slá í gegn í sumar?