Nýjungar frá Real Techniques!

S N Y R T I V Ö R U R
Vörurnar eru fengnar að gjöf. 

Um daginn fékk ég þessar nýjugnar frá Real Techniques en ég elska þessa bursta og nota þá mjög mikið! Svo spurði ég á snapchat hvort þið mynduð vilja sjá hvað þessar burstar gerðu eða hver tilgangur þeirra væri og auðvitað urðu þið mjög spennt fyrir því og hér eru nýjungarnar og tilgangur þeirra! En auðvitað þótt það standi eitt á burstanum þá má nota bara hvað sem ykkur finnst þæginlegt að nota þá í! 

Read Set Glow ( Bleikt sett ) 
Þetta sett er mjög einstakt eins og þið sjáið er það ekki eins og hefðbundnu burstarnir en þessi stíll er svo trylltur og kemur mjög vel út! 
Cheek Bursti- Eins og þéttur setting brush og ég myndi nota hann til að fá áhrifamikinn ljóma á kinnbeinin eða blanda út krem highlight. 
Blending bursti - Þéttur bursti til að blanda út krem vörum t.d. primerum eða augnskuggagrunnum. 
Fan bursti - Þessi fan ( viftu ) bursti er ólíkur þeim sem var nú þegar í sölu þar sem hann er stærri um sig og með enn fleiri hár,  fullkominn til að nota í highlight. 

Fresh Face Favorites ( appelsínugult sett ) 
BB//CC bursti - Fullkominn bursti til að blanda út léttum kremum eins og cc//bb kremum. Þéttur í sér en ekki of til að búa ekki til of fulla þekju. Hann er skálagaður svo það er líka sniðugt að nota hann til að blanda krem skyggingar. 
Contour bursti - Klassíski burstinn til að nota í skyggingar, kinnaliti og jafnvel highlight. 
Detailer bursti - Ég myndi persónulega nota hann í varaliti en það er líka hægt að nota hann í smáatriði eins og að hreinsa í kringum varirnar eða í litaleiðréttingar. 
Wedges - Með fylgdi þessi hringur af svömpum, til að blanda út skarpar línur, krem vörur, baka með eða bara hvað sem þig dettur í hug! 

Flawless Base Sett
Buffing bursti - Ætlaður sem farðabursti en ég nota hann mikið í að bera á instant tan eða rakakrem í andlitið. 
Contour Bursti - Hinn klassíski contour bursti, til að skyggja, highlighta eða setja kinnalit. 
Square Foundation bursti - Fullkominn í farða/krem/cc krem ofl. 
Detailer Bursti - Ég nota hann til að setja á varalit, hreinsa í kringum varirnar eða litaleiðrétta. 
Með þessu setti fylgir líka burstabox, ótrúlega stílhreint og fallegt. 

Sculpting Sett
Þetta sett hef ég átt í að verða tvö ár og er svo ánægð að það sé loksins komið til Íslands! 
Sculpting bursti - fullkominn til að dreifa úr kremskyggingum, farða eða púðurskyggingum.
Fan bursti - Bursti til að nota í púður highlight, ekki jafn mikill um sig og hinn í hinu settinu. 
Setting Bursti - Til að setja púður á andlitinu, highlighter eða blanda augnskugga. 
Fylgir líka bursta box með þessu setti. 

Enhanced Eye Sett
Augnhára aðskiljari - Til að greiða í gegnum maskaraklessur.
Medium augnskugga bursti - Ekki alveg flatur heldur smá þéttleiki í honum til að pakka td augnskugga. 
Essential crease bursti - fullkominn til að blanda fyrsta litinn eða setja lit í augnkrókinn. 
Fine Liner bursti - Bursti til að gera eyliner eða freknur t.d. 
Shading bursti - Til að setja skugga undir augun. 
Með þessu setti fylgir líka bursta box undir burstana. 

Brow Set
Skæri - Algjör snilld til að klippa af augnhárum og efst af brúnunum. 
Plokkari - Til að plokka auka hárin eða setja á sig augnhár. 
Brow Highlighting bursti - til að ramma inn augabrúnina eða setja highlight undir brúnina. 
Brow Bursti - Mjög þæginlegur bursti til að nota í augabrúnavörur. 
Spoolie - Til að greiða í gegnum brúnirnar. 

Eye Detail + Define
Square Detailer bursti - Bursti til að nota í liner. 
Definer Bursti - til að nota í brúnirnar/liner eða varirnar. 
Stensill - til að hjálpa við að gera fullkomin liner. 

Concealer bursti - Til að blanda út hyljara // primer á augun. 

Lip Color + blur
Lip bursti - Til að bera á varalit og gera smáatriði. 
Lip Blur bursti - Til að búa til Ombre áferð. 

Eye Smudge + Diffuse
Smudge bursti - Bursti til að dreifa út skugga, linerum og krem skuggum. 
Precision Smudge Bursti - Minni bursti til að dreifa skuggum. 
Yddari til að ydda blýanta, augnskugga og varalitablýanta. 

Eyd Shade + Blend
Base shadow bursti - Til að dreifa út augnskuggaprimerum eða hyljurum. 
Deluxe Crease Bursti - Stór bursti til að blanda út skuggum. 

Hvaða sett finnst þér flottust og í hvaða settum ætlar þú að fja´rfesta í ?
Ég persónulega mæli með þeim öllum!