Festival Week

F A R Ð A N I R 

Í vikunni fyrir Solstice gerði ég 6 hátíðar farðanir á snapchat og hélt mína eigin festival viku! 
Mig langaði að sýna ykkur öll 6 lúkkinn og segja ykkur svona aðal áherslurnar og vörurnar í hverju lúkki fyrir sig. 

 
 

Fyrsta förðunin
Frekar einföld og notaði aðalega hvítan liner til að búa til mynstur á andlitið. Einnig langaði mig að prófa litaðar brúnir og ,,lollipop'' varir. Ákvað að sleppa alveg augnhárum en setti bara maskara á neðri augnhárin. 

Linerinn er nr 76 frá Inglot og í brúnirnar notaði ég vivid matte liti frá Maybelline! 

 
 

Önnur förðunin
Þessi var án efa vinsælust og klárlega í uppáhaldi hjá mér. Átti að gefa frá sér smá hafmeyju fýling. 

Augnskugginn var Nyx ultimate brights & ultimate smokey og Microshadow trio í eden. Glimmer flögurnar eru frá Sparkle Bar sem fást hjá lineup.is en þær heita ,, Totes, Sames, Holi & Sia '' 
Augnhárin heita Madame Wispies frá koko lashes. 

 
 

Þriðja förðunin
Pælingin í þessu lúkki var að hafa smoked out appelsínugult//brúnt lúkk með varalit í stíl. 

Þessi var aðeins meira grungy en hinar tvær en í augnskuggann notaði ég 35O frá Morphe. Augnhárin heita Eye Need you frá Violet Voss og fást á lineup.is en þaðan eru glimmer flögurnar líka og heita ,, Cotton Candy & Clown.'' Varaliturinn er frá Coloured Rain og heitir Cappuchino. 

 
 

Fjórða förðunin
Fyrsti í Solstice og ég vissi ekki alveg hversu mikið fólk væri að fara að vera all in þannig ég ákvað að byrja létt. Týmdi samt ekki að eyða einum deginum í að vera með lítið sem ekkert makeup þannig ég gerði svona smá auka. 

Línurnar í þessu lúkki eru líka Inglot liner nr 76 en hann er klárlega málið í svona lúkk! Fyrst þorði ég ekkert að borða eða drekka útaf vörunum en svo hætti ég bara að pæla í því og hann var ennþá fullkominn þegar ég kom heim um kvöldið! Augnhárin eru Misha frá koko lashes! 
 

 
 

Fimmta förðunin
Auðvitað varð ég að gera eina bleika förðun og bætti við hvítum liner og glimmer.. já allt saman í einu lúkki! Það sem mér fannst skemmtilegt við hvíta linerinn er að hann bjó til svo allt annað form á augun mín. 

Augnskugginn er kinnalitur frá Makeup Store sem heitir Sea Shells, Mini masquerade palettan frá Juvia's Place. Augnhárin heita Hollywood frá Lilly Lashes ( smá tip ef þið ætlið að vera með sólgleraugu þá ganga þessi augnhár ekki! ) Glimmerið er frá Go Get Glitter í rósagylltu og hvítu sem fæst hjá Töru Trix. 

 
 

Sjötta förðunin
Á seinasta kvöldinu langaði mig að gera létt litað smokey, með steinum á enninu. Eitthvað sem allir geta gert en samt með svo skemmtilegu twisti. 

Augnskugginn er Nyx ultimate smokey palettan, augnhárin heita Allure frá KoKo lashes. Svo eru steinarnir frá Go Get Glitter sem fást líka hjá Töru! 

Hvaða lúkk er í uppáhaldi hjá ykkur og hvaða lúkk kom ykkur mest á óvart?