Mest notað í mars!

S N Y R T I V Ö R U R
Stjörnumerktar vörur eru fengnar að gjöf. 

Því miður er ekki uppáhalds myndband í þetta skipti þar sem myndavélin mín er í viðgerð en mig langaði samt að deila með ykkur uppáhalds vörunum mínum í mars! 

1. *Jesse's girl eyelinerinn er besti tússliner sem ég hef prófað hingað til! Já ég sagði það, en ég segi líka hingað til. Hann er svo svartur og þæginlegur í notkun, ég er mjög sjaldan með liner en þegar ég er með liner þá er það líklega þessi eða Inglot 77. 
Fæst á shine.is

2. Mac Give Me Sun, já ég er þessi týpa.. Ég elska þennan bronzer, hann er svo fullkominn ég get ekki án hans verið. Gefuru svo ótrúlega fallega áferð og er alltaf spurð þegar ég er með hann hvaða bronzer þetta er! Mæli ótrúlega mikið með að prófa hann en fara samt varlega ef þú ert mjög ljós hann getur orðið appelsínugulur ef maður fer ekki varlega. 
Fæst í Mac Smáralindinni&Kringlunni. 

3.*Teint Idole Ultra Wear farði&cushion, þetta eru tveir nýjir farðar sem ég er með í prófun og er ástfangin af! Fann það bara við fyrstu prófun að þeir yrðu í miklu uppáhaldi, þessi áferð og litur ég er ástfangin. Finnst ótrúlega erfitt að segja frá farðanum í orðum en treystið mér bara! 
Horfið betur á snappið til að sjá bara áferðina og hvernig ég get líst þessu betur! 
Fást í Hagkaup og Lyf&Heilsu. 

4.* Daisy Dream by Marc Jacobs er mitt mest notaða ilmvatn eins og staðan er í dag, er komin niður í hálfa flösku eftir sko mánuð! Lyktin er ekki of svona blómaleg en samt ekki of þung, það er enn erfiðara að segja frá ilm heldur en farða, þið verðið bara að prófa! 
Fæst í Hagkaup og Lyf&Heilsu.

5. Glam Beauty Sponge sem fæst hjá Töru er með þeim betri svömpum sem ég hef prófað! Ég hef aldrei prófað svamp sem kemst svona nálægt Beauty Blendernum en hann er svo mjúkur og auðveldur í notkun. Svampurinn verður ótrúlega flöffý, hliðarnar eru líka svo þæginlegar og ég mæli 1000% með honum! 
torutrix.is

Þessa 5 hluti notaði ég mjög mikið í mars þótt það hafi verið mjög erfitt að velja en hvaða hluti notuðu þið mest í mars?