Nýjungar frá Real Techniques!

S N Y R T I V Ö R U R
Vörurnar eru fengnar að gjöf en það hefur ekki áhrif á álit mitt. 

Það sem ég fýla ótrúlega mikið við Real Techniques að þegar þau koma með nýjungar á markað þá er þetta oft eitthvað sem hefur ekki sést áður. Þessvegna vildi ég sýna ykkur þessi tvö sett! 

Fyrst er það Prep n' Prime settið en það er með þessum appelsínugula kjarna sem grunn settin frá RT eru með. Þetta er klárlega sett sem ég vissi ekki að ég þyrfti fyrr en ég eignaðist það.

Stálkúlan er í miklu uppáhaldi en hana nota ég til að bera á mig augnkrem, kúlan helst frekar köld sem lætur bólgu á augnsvæðinu hjaðna. Ég vakna oft ótrúlega bólgin í kringum augun og þetta er svo þæginleg leið til að bera augnkremið á. Kúlan snýst ekki þannig það fer ekki krem undir hana og myglar. 

Svo er það einn primer bursti sem er mjög þéttur þannig það er ótrúlega þæginlegt að bera á krem eða primera með honum. En ég nota hann mest þegar ég er að farða og er ótrúlega þæginlegur í það! Svo fylgir líka með lítil ,, sleif '' til að taka upp t.d krem vörur og svampur! 

Svo er það varabursta settið, en bæði settin koma í takmörkuðu upplagi. Uppáhalds burstinn minn í þessu setti er litli hringlaga burstinn. En ég nota hann til að skrúbba varirnar, hann nær öllum dauðum húðfrumum af! Svo set ég bara vel af varasalva og þá eru varirnar í mun betra ástandi! 

Það er hægt að nota þessa bursta í allskonar varasmáatriði, þeir eru markaðsettir að förðunarfræðingum en auðvitað geta allir notað þá! Þetta finnst mér ótrúlega skemmtilegt sett og einmitt eitthvað sem er gaman að eiga! 

Ef þið finnið þessi sett en það eru ekki mörg eftir þá mæli ég með að þið grípið það! Ég er allaveganna búin að nota þau mjög mikið og sérstaklega appelsínugula settinu!