Uppáhalds Staður - Arna

L Í F I Р

Mig langaði að byrja með nýjan lið á blogginu, en það er deila með ykkur skemmtilegum stöðum sem ég elska! Fyrsti staðurinn er Arna ís- og kaffibar, en það er svo ótrúlega kósý kaffihús og þið heyrið mig eiginlega aldrei segja þessi orð þar sem ég er almennt ekki tíður gestur á kaffihúsum. 

Get varla beðið eftir sumrinu, að sitja á kaffishúsinu að blogga og borða ís! Mig langar að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég tók. 

Það er líka vert að minnast á það að ísinn er laktósfrír! 

Er þetta mögulega uppáhalds kaffihúsið mitt því þar fæst ís? Já bara mjög líklega. 

Þarf alltaf að vera pipar? 

Svarið er já. 

Það er svo hlýr andi þarna inni og ég er spennt fyrir því að setjast þarna niður í rólegheitum! 
Arna er á Seltjarnarnesi og þar er hægt að fá svoleiðis nóg af allskonar góðgæti. Heillar mig líka að það er ekki bara kaffi þar sem ég er ekki alveg orðin nógu fullorðin fyrir það! 

Eru þið spennt að sjá næsta stað?!