Fullkomin gjöf!

L Í F I Р
Varan er fengin að gjöf en það hefur ekki áhrif á álit mitt. 

Núna þegar fermingartíðin er hafin þá langar mig að segja ykkur frá úri sem að mínu mati er hin fullkomna gjöf! Það er hvíta marmara úrið frá Thomas Stone, en ástæðan fyrir því að ég valdi mér hvíta var sú að mér finnst þetta fullkomið úr inní komandi mánuði. 

Sá það alveg fyrir mér við gallajakka, ljósar gallabuxur og fallegt veður. 

Ég sagði ykkur frá svarta úrinu fyrir jólin og fannst þessvegna tilvalið að sýna ykkur hvíta úrið fyrir ykkur sem eruð til dæmis að leita að fermingagjöf. Sjálf man ég eftir því að það væru allir að spyrja hvað mig langaði í og ég vissi aldrei hvað ég átti að segja þessvegna finnst mér þetta úr snilld því ég held að þetta sé svona solid gjöf! Eitthvað sem öllum langar í og svo er þetta bara svo klassískt og flott. 

Úrin fást á thomasstone.is

Hvaða litur finnst þér flottastur ?