Loreal Leir Hreinsar

S N Y R T I V Ö R U R
Varan er fengin að gjöf en það hefur ekki nein áhrif á álit mitt. 

Það er búið að vera spyrja ótrúlega mikið um þessa hreinsa en ég hef verið að tala um þá aðeins á snapchat en mig langaði að segja ykkur betur frá þeim hér. 

Ég hef verið að prófa þessa hreinsa í að verða mánuð núna og ég er eiginlega fallinn fyrir þeim! 

Svarti hreinsirinn er sá sem ég hef notað hvað mest en ég elska hvernig húðin lítur út eftir hann. Svo ljómandi og hrein, elska að nota hann áður en ég mála mig vegna þess að húðin verður svo ljómandi. Svarti hreinsirinn inniheldur 3 leira og kol en er gelkenndur.  Þennan hreinsi má nota kvölds og morgna, ég nota hann einnig til að taka af mér farða. 

Græni hreinsirinn inniheldur einnig 3 tegundum af leir og kjarna úr eucalyptus. Þetta er fullkominn hreinsir fyrir ykkur sem vantar að losna við smá auka olíu og gefa matt lúkk. Ég hef notað þennan í bland við svarta og finnst það svona fullkomið combó þar sem ég er með ansi blandaða húð. Þennan græna má einnig nota 2x á dag og er ekki jafn gelkenndur og svarti hreinsirinn frekar froðulegri. 

Svo er það rauði hreinsirinn en eins og maskinn þá er hann með smá kornum í þannig ég nota þennan hreinsi meira sem hreinsi fyrir maska eða þegar mig vantar að ná öllum farða vel af. Hann inniheldur einnig 3 tegundira af og leir og má nota kvölds og morgna. 

Hérna er getiði séð smá svona áferðina á þeim en ég á mjög erfitt með að velja hvern mér finnst vera sá sem þið þurfið að eignast mest en þeir eru mjög ódýrir og allir í rosalega miklu uppáhaldi hjá mér.

Ég allaveganna mæli 1000% með þessum hreinsum til að taka farða af eða bara til að hreinsa húðina eftir daginn sem er svo nauðsynlegt. 

hver er þinn uppáhalds og afhverju?